Aldrei hefði ég trúað því þegar ég skoðaði þessar myndir fyrst að þessi íbúð væri ekki nema 37fm. Það er alveg ótrúlegt hvað réttu húsgögnin og falleg stíliseríng geta gert fyrir íbúðir.

Ég rakst á þessa fallegu íbúð inná einni af uppáhalds síðunum mínum Historiskahem.se en það er heimasíðu, alveg örugglega, flottustu fasteignasölu Skandinavíu allrar! Þau leggja mikinn metnað í myndirnar af eignunum og að stíliseringin sé alveg tipp topp. Öll þessi litlu smáatriði á myndunum, hvort sem það eru blómin á stólnum, handklæðið inná baði eða myndirnar á veggjunum þá eru þessar myndir allar algjört augnayndi að mínu mati. Ég væri sko alveg til í að eiga þessa íbúð þó hún sé ekki nema 37fm. Neðst í færslunni getið þið svo séð teikningu af íbúðinni og þá getið þið áttað ykkur betur á hversu lítil íbúðin er í raun og veru.

//

I couldn´t believe my eyes when I saw that this beautiful apartment is only 37m2. It´s unbelievable how the right furniture and styling can do for an apartment. I found this beautiful apartment on one of my favorite websites Historiskehem.se. From the flowers on the chair to the towel in the bedroom, all those little details are absolutely perfect. I wouldn´t hate living in this beautiful apartment. For you that are interested you can find the blueprints of the apartment here in this post as well.