Ég er alltaf mjög áhugasöm um að sjá hvernig fólk nýtir rýmin sem best þegar fermetrarnir eru ekki margir.

Sunnudagsinnlitið mitt þennan sunnudaginn er í íbúð sem er ekki nema 39fm en þrátt fyrir að íbúðin sé lítil og með dökkum veggjum tekst heimilisfólkinu að hafa íbúðina ótrúlega bjarta og rúmgóða. Íbúðin tikkar í öll “trendboxin” en þarna er að líta gráa veggi og innréttingar, svört húsgögn og hringspegla en allt þetta er mjög í tísku þessa dagana og hægt að sjá á mörgum heimilum.

Ég fer alltaf mjög varlega þegar kemur að svona trendum en það er fyrst og fremst afþví ég vil fyrst sjá hvort þetta passar inní minn persónulega stíl. Það sem greip mig þó í þessu innliti og væri eitthvað sem mig dreymir um að væri á mínu heimili er annars vegar þessi geggjaði glerveggur sem aðskilur svefnherbergið og stofuna og hinsvegar þessi flotti myndaveggur en mér finnst mjög töff að hann skuli vera raðaður svona í kringum hurðina. Hvað finnst ykkur? Eruð þið jafn hrifin af þessu gráa trendi sem virðist vera útum allt þessa dagana.

Einhvern daginn ætla ég að skella í einn svona flottan myndavegg heima. Það sem mér finnst gera hann líka skemmtilegan er stærð myndanna og hvernig þær passa allar vel saman þó þær séu ólíkar

Hversu geggjaður er þessi veggur sem aðskilur svefnherbergið og stofuna?! Svona glerveggir finnst mér ótrúlega sniðugir þegar rýmið er lítið, til að láta það líta út fyrir að vera stærra en það er í raun og veru. Svo eru þeir líka svo flottir!

Hér getið þið fundið upphaflegu greinina 

Indretning: 39 kvm. lækkerhed!!! Wauw

getið þið fundið upphaf