Það vita það það örugglega ekki margir en í rúmt ár núna hef ég séð um það að taka myndir fyrir eina af uppáhalds húsgagna-og lífstíls verslununum mínum í Reykjavík, Snúruna. Rakel eigandi verslunarinnar hafði samband við mig áður en búðin í Síðumúlanum opnaði og spurði hvort ég væri til í að koma reglulega og mynda verslunina og nýju vörurnar hverju sinni. Ég hef því fengið að fylgjast með þessari flottu búð alveg frá byrjun og vá hvað það er búið að vera gaman að sjá hvað allir hafa tekið henni vel. Það er nú svosem vel skiljanlegt þar sem þetta er ekkert smá flott verslun og Rakel dugleg að grípa ný merki rétt áður en þau verða vinsæl. En núna er hún búin að stækka búðina enn meira og breytt henni örlitið í leiðinni og ég verð að segja að mér finnst þetta ótrúlega vel heppnuð stækkun. Nú fá öll húsgögnin betra pláss og hver hlutur nýtur sín mun betur. Annars mæli ég með að þið kíkjið í Síðumúla 21 og skoðið stækkunina sjálf.

// 

Not many of you might know this but for little more than a year now I´ve taken photos for one of my favorite furniture and home decor stores in Iceland, Snúran. Rakel, the owner, contacted me when she opened the store and asked if I could come to the store every now and then and take photos of the store and its new arrivals. I´ve seen the store grow from day one and seen first hand how successful it has been and now the store just got extended.  And I have to say that this was very well executed and I can´t wait to see the store grow even more. I recommend you got Síðumúli 21 and see the store with your own eyes.