Ég elska innlit sem maður rennir í gegnum og langar að renna aftur og aftur í gegn. Þetta er akkurat þannig innlit en í hvert skipti sem ég skoða það sé ég eitthvað nýtt. Á þessu heimili er að finna fullt af hugmyndum sem við hin gætum alveg fært yfir á okkar heimili án þess að það þurfi að kosta mikið. Hér býr greinilega listrænt fólk en það er ekki bara hægt að sjá á verkunum um alla veggi heldur líka hvernig hlutunum á heimilinu er raðað upp, eins og til dæmis tennisspöðunum á veggnum. Einnig er alltaf mjög skemmtilegt að sjá hvernig listamenn hafa búið sér til aðstöðu heima hjá sér en ég tel að þessi aðstaða hafi heppnast ótrúlega vel en hún er akkurat í anda heimilisins og stingur því ekki í stúf við restina af heimilinu þó litir og skissur séu útum allt. 

Ég mæli með að þegar þið eruð búin að renna einu sinni í gegn að prófa að fara aftur yfir myndirnar. Þið finnið alveg pottþétt eitthvað nýtt sem þið tókuð ekki eftir í fyrra skiptið.

Flott er að sjá hvernig blái liturinn er látinn renna í gegnum öll herbergi heimilisins en þó í mismunandi tónum og með mis miklum áherslum.