Fyrir nokkru síðan var ég í námi í Hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði. Í náminu þar var eitt af verkefnunum sem við þurftum að vinna að hanna frá grunni svokallað “Origami-Bókverk – Origami-Bookart”. Ég man að þegar mér var úthlutað þetta verkefni að ég hugsaði “guð….hvað þetta er óspennandi, þetta er ekki hönnun!?” en um leið og ég fór að lesa mér aðeins til um þessa tegund listar og prófa mig áfram í þessu sjálf áttaði ég mig á þetta var í raun eitthvað sem heillaði mig mjög mikið og átti í raun vel við mig. Ég hef alltaf heillast af típógrafíu “typography” sem listformi og einnig japönsku listinni Origami (segi ykkur betur frá henni seinna) en þarna er komin skemmtileg blanda af þessum tveim uppáhalds listformunum mínum sett saman í eitt. Ég kláraði og skilaði frá mér einu verki í origami bókverki þar sem ég ákvað að leika mér aðeins með tilfinningaskalann sem við göngum í gegnum þegar við lesum bók og láta hann klifra upp verkið sem myndaði einhvers konar þrívítt fjall. Þetta er auðvitað bara fyrsta tilraun í gerð svona verka en eitthvað grunar mig að þau eigi eftir að verða fleiri í framtíðinni. Hver veit nema ég skelli svo bara í nokkur jólaskraut í origami eða bóklistaverks stíl þegar nær dregur jólum. Læt fylgja hérna nokkrar myndir af mínu verki og ferlinu á því en einnig nokkrar skemmtilegar hugmyndir af verkum í þessum stíl. Finnst ykkur þetta ekki æðislegt listform??

//

Couple of years ago when I was studying design at Iðnskólinn í Hafnarfirði here in Iceland one of the projects was to design and do from scratch an Origami Book-art. At first I wasn´t impressed with the idea as I didn´t understand what that had to do with design but as I had researched book-art, the history of it and how it´s made I realized this was actually something that fascinated me a lot. I´ve always been a big fan of typography artwork and the japanese art Origami (I´ll tell you more about that later) and book-art was actually a perfect mix of these two art forms. I did one piece in this form where I decided to play a little with the spectrum of motions when you read a book and have the motions climb up a 3d form of a mountain. This is of course just my first attempt to do a origami book-art but something tells me it won´t be the last. Maybe I´ll even do christmas ornaments in this book-art or origami style when it gets closer to christmas. I´m putting here couple of pictures of my first book-art and how I made it and also couple of origami book-art works which I like. Don´t you just love this?!

My book-art

Inspirational origami book-arts