Ég hef ekki leyft sminkunni í mér að njóta sín mikið á þessari síðu afþví hérna hef ég eingöngu einbeitt mér að hönnun en fannst ég verða að leyfa þessari færslu að koma hingað. Ég gjörsamlega elska þessar vörur! Þær passa líka alveg fullkomið saman við hitt á síðunni minni afþví þær eru ekki bara góðar heldur líka ekkert smá fallegar. 

Davines hárvörurnar eru frekar nýkomnar til landsins og því ekki margir sem þekkja þær. Mér var boðið á ótrúlega flotta kynningu hjá þeim í haust þar sem okkur var kynnt konseptið þeirra mjög ítarlega og ótrúlega finnst mér gaman að sjá merki sem hugsar hlutina alla leið. Merkið leggur mikla áherslu á að vera umhverfisvænt, bæði í innihaldi og umbúðum. Efnin eru öll náttúrleg og eru umbúðirnar unnar úr 100% hreinni orku. Umbúðirnar eru unnar úr endurnýtanlegu plasti og eru eins þunnar og mögulega hægt er til að ekkert óþarfa plast sé notað við gerð umbúðanna. Einnig eru allar merkingar hafðar mjög einfaldar en með þessu vilja þeir koma í veg fyrir alla óþarfa mengun í náttúrunni. Hversu mikil snilld er þetta!! Svo eru þær líka ekkert smá flottar í útlitinu en ég er alltaf jafn veik fyrir öllum umbúðum sem eru einfaldar og stílhreinar. Þær vörur fá sko að vera uppá baðhillunni hjá mér en ekki ofan í skúffu. 

//

I haven´t talked much about cosmetics and hair products here on my blog because I´ve talked mainly about design but I just had to show you my favorite hair products. They´re from a beautiful brand called Davines. Not only are the products all eco friendly but the also use as little and raw materials as possible in packaging and they are all recyclable. How genius is that!! So not only are they good for your hair but also the nature. I absolutely love the design of the packaging but I´m a big fan of simple and classic style in design. These will for sure get to be on my shelf not on the bottom of the drawer.

Á myndunum hérna fyrir neðan eru nokkur af uppáhalds merkjunum mínum en þessar vörur eiga það allar sameiginlegt að vera ótrúlega vel heppnaðar þegar kemur að hönnun umbúða.