Hæhæ, eruð þið nokkuð búin að gleyma mér?? Eftir nokkra mánaða fjarveru vegna anna í öðrum verkefnum er ég mætt aftur.

Ég hreinlega saknaði þess of mikið að skrifa um hönnun, tísku og áhugaverða hluti sem verða á vegi mínum.

Ég vil nýta þessu fyrstu færslu eftir gott frí með að þakka fólkinu á bakvið Hönnunarmars fyrir alveg frábæra nýafstaðna hátíð. Hönnunarmars er sú hátið sem ég hlakka alltaf mest til allt árið en ég reyni að fara á sem flestar sýningar þessa helgi. Þetta árið komst ég ekki á allar þær sýningar sem ég hefði viljað sjá en þær sem ég komst á reyndi ég þó að hafa eins ólikar og ég gat til að sjá allar hliðar íslenskrar hönnunar. Hátíðin heppnaðist ótrúlega vel í ár að mínu mati og ég er strax farin að hlakka til næsta árs. 

Takk fyrir mig Hönnunarmars! Áfram íslensk hönnun!

//

Hi, remember me??? After a little break from this blog because of other projects I´m back. I just missed blogging about design, fashion and interesting thing in my life too much. 

I want to use this first post to say thank you to the people behind The Design March in Iceland. The Design March is one of my favourite times of the year and I look forward to it the whole year. This year I tried to go to exhibits that take on different aspects of design but I had to pick wisely because I hadn´t time to go to all of the exhibitions that I wanted to go to. But overall I think the Deign March was a big success and I´m already excited for next year.

Thanks again Design March! Go Icelandic design!