Það er langt síðan ég ætlaði að henda í þessa færslu en hef ekki komist í fyrr svo hér er hún loksins. Um miðjan október hafði Hús og Híbýli samband við mig og spurði hvort ég væri ekki með sniðugt jólaföndur sem væri gaman að skrifa um í jólahandbók blaðsins. Eftir smá umhugsun um hvað ég ætti að gera ákvað ég að skella í jólaföndur sem var ekta minn stíll. Eins og ég hef komið að áður er ég alltaf mjög hrifin af föndri í bókverka- og origami stíl og því lá beinast við að jólaföndrið mitt væri í þeim anda líka. Niðurstaðan var því jólatré unnin úr gömlum bókum í bókverksanda. Það er líka extra gaman að pósta þessu núna afþví myndin sem fylgdi greininni í Hús og Híbýli er sú seinasta sem var tekin af mér með bumbuna.  Neðst í færslunni eru svo myndir til nánari útskýringar. 

-jólatré-

Hvað þarf:

gamlar bækur (helst kiljur) sem má fórna. •dúkahníf •tonnatak •fallegar viðarkúlur (fást t.d í söstrene grene)

Hvernig gert: 

Byrjum á að rífa eða skera kjölinn alveg af og fyrstu og öftustu blaðsíðurnar með. •núna byrjar þolinmæðisvinnan. Takið eina blaðsíðu í einu og brjótið efra hornið inn að miðju •takið svo aftur blaðsíðuna og brjótið hana aftur í helming í átt að miðjunni. Það er allt í lagi þó það standi horn niður, þá brjótið þið það bara inn þannig það sjáist ekki. •þegar allar blaðsíðurnar eru komnar ætti að vera að fara að myndast hið flottasta tré en þá takið þið fremstu og öftustu blaðsíðuna og berið tonnatak á þær ásamt kjölnum •pressið blaðsíðurnar vel saman, haldið í smástund og þá ættuð þið að vera komin með heilan hring. •ef bókin er þykk er annaðhvort hægt að beygja aðeins uppá kjölinn og líma hann lika lauslega saman eða hreinlega skera fleiri blaðsíður úr til að gera hana þynnri. •þegar þið eruð alveg viss um að tréið sé orðið þurrt sækið þá trékúlurnar, setjið nokkra dropa af lími á eina hlið (gott að setja þar sem gatið er afþvi þar er hún flöt) og setjið á toppinn á trénu. •haldið við kúluna í smástund til að vera viss um að hún sé orðin alveg föst. •látið standa í nokkrar klst eða yfir nótt og voila þið eruð komin með jólatré í origami stíl!

//

It´s been a while since I meant to post this blogpost but haven´t had time to do so until now. In mid of october I was asked to do this christmas d.i.y project for the local interior-design magazine Hús og Híbýli. After some consideration I decided to do these Christmas trees from old books, in origami/book-art style but that style has always been one of my favorite. What makes this project also fun is that the photos that were taken with the article were the last pictures that were taken of me with my pregnancy belly. At the end of this blogpost you can also see pictures of the whole process. 

-Christmas tree-

What you need: 

-Old books, -small knife, -superglue, -some nice wooden balls

How it´s done:

-You start by cutting the back and front off the book, -Now you take each page one by one and start by taking the top outer corner and fold it inwards to the middle. -Then take the same page again and fold it again to the middle. -You need to do this until you´re done with all the pages of the book and then it should start looking like a tree. -Next step is to put superglue on the first and last page of the book and hold them firmly together, or until you feel the glue is starting to dry, then it´s ok to let go and let it dry by itself. -When your tree is fully dried and should look like a Christmas tree take one wooden ball, put glue at one side of it and hold it to the top of your tree and voilá, your origami style christmas tree is ready!