Sunnudagsinnlitið mitt þennan sunnudag er á heimili sem sannar það að þó að fermetrarnir séu ekki margir þýðir það ekki að það þurfi allt að vera hvítt. Þarna er allt í mjög dökkum tónum, dökkbrún viðargólf, svartur veggur í svefnherberginu og dökk og gróf húsgögn….og það virkar! Mér finnst ótrúlega gaman að sjá eitt og eitt svona innlit sem er allt öðruvísi en öll hin og eftir að hafa skoðað þetta verð ég að viðurkenna að ég er orðin pínku veik fyrir svona svörtum gólfum. Þegar maður býr í leiguíbúð eins og við er kannski ekki í boði að mála öll gólfin svört, en hver veit, kannski þegar við loksins getum keypt slæ ég til og mála gólfin svört. Og þetta sítrónutré í eldhúsinu!!  Hversu flott er að hafa bara heilt sítrónutré í eldhúsinu sínu. 

//

My sunday house tour this sunday is to a home that proofs that though the home is small it doesn´t mean it has to be all in white. This home has dark wood floors, dark furnitures and even a black wall in the bedroom…..and it works! I absolutely love these dark floors and would love to have them at my home one day. Living in a rental doesn´t really allow you to try something new but maybe one day when we have our own apartment I´ll put dark floors on it. And that citrus plant in the kitchen is so cool!! 

Ekkert smá flott hvernig hillan á veggnum fyrir aftan flæðir með hillunum á stofuveggnum // Love how the shelves at the back wall flow with the shelves on the main wall.