Alveg síðan ég var barn hefur mig dreymt um að eignast hangandi stól. Það er bara eitthvað extra kósy við að hjúfra sig inní lítið “hreiður”, kveikja á kertum og lesa góða bók. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu spennt ég var þegar draumurinn minn rættist loksins og ég fékk minn eigin hangandi stól. Ég stend mig að því að stara bara á hann með aðdáun, trúi varla enn að hann sé minn!! Sumum gæti þótt þessi hegðun mín skrítin en þeir sem þekkja mig og mitt stólablæti skilja þetta vel.

Stóllinn sem ég fékk mér er frá merki sem heitir HKLiving http://www.hkliving.nl/en-GB/home/ en það merki er selt t.d hérna heima í Snúrunni en stólinn fékk ég einmitt hjá Snúrunni, Síðumúla21 http://www.snuran.is/  Þau eiga hann til bæði svartan og viðarlitaðann (sjá myndir fyrir neðan) en ég ákvað að fá mér svartan afþví ég er með svo mikið af tekk húsgögnum heima og fannst því of mikið að bæta við enn einni viðartegundinni. Finnst ykkur hann ekki fallegur??!!

//

Ever since I was a kid I´ve dreamt of owning a hanging chair. It´s just something extra cozy about snuggling in your little “nest”, light some candles and read a good book. You can just than imagine how excited I was when I finally got my own hanging chair. I stop myself in just staring at it with admiration because I still can´t believe it´s actually mine!! Some people that don´t know me might think that this behavior is weird but you who do know me and my fetish for beautiful chairs understand it.

The chair I got is from the label HKliving http://www.hkliving.nl/en-GB/home/ but here in Iceland you can get it, for example, in a store called Snúran, http://www.snuran.is/ and it is located at Síðumúla 21, Reykjavík and that´s were I got my chair from. They have it both in black and wood color but I decided to get it in black, mainly because I have a lot of furniture in teak and didn´t want to mix up too many woodtypes. Don´t you think It´s beautiful??!!

Hérna fyrir neðan skellti ég svo nokkrum innblásturs myndum af hangandi stólum og einnig tveim af mínum uppáhalds. Fyrri stóllinn er hönnunarklassík eftir einn af frægustu hönnuðum heims sem heitir Eero Aarnio og kallast sá stóll The ball en hann er bara einn af þessum hlutum sem maður lætur sig dreyma um í fjarlægð. Seinni stóllinn er aftur á móti eftir íslenska hönnuðinn Ingibjörgu Hönnu en hann er hægt að sérpanta hjá Epal eða í gegnum síðuna þeirra http://www.epal.is/ 

//

Here below I put couple of inspirational pictures of hanging chairs which I like and also two of my favorite chairs. The first one is a designer classic from a world famous designer called Eero Aarnio and is called The ball. The second one is on the other hand from an icelandic designer called Ingibjörg Hanna and that one you can get through a special order at a store called Epal or their website http://www.epal.is/