Hjartað í “typography” pervertnum í mér tók auka slag í gær þegar ég rakst á þetta snilldar hönnunarfyrirtæki á netinu, http://bxxlght.com/. Hérna er á ferðinni hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af sænskum hönnuði að nafni Daniela Upmark en hún kom með þá snilldar hugmynd að nýta sér vinsældir “typography” listaverka og plakata og taka það á næsta stig. Hún hannaði ljósabox sem getur gegnt hlutverki lampa, listaverks og hönnunarhluts og það allt á sama tíma! Árið 2011 þegar hún var á göngu í New York borg og naut ljósadýrðarinnar sem borgin er þekkt fyrir áttaði hún sig á að þetta væri akkurat það sem vantaði í hönnunarheim Svía og tveim árum síðar eða árið 2013 stofnaði hún fyrirtæki sitt en það eru ekki nema tæp tvö ár síðan þetta var og nú þegar eru ljósaboxin hennar seld í 27 verslunum í Noregi, Svíþjóð, Þyskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hvert verk er sett upp þannig að fyrst er búinn til álrammi, í hann er síðan sett plexigler plata og á hana er síðan raðað stöfunum. Að lokum er sett led lýsing inní boxið. Það sem mér finnst líka algjör snilld að ekkert mál er síðan að skipta um texta ef maður fær leið á því sem maður fékk sér.  Ljósaboxin er hægt að festa uppá vegg eins og lampa, setja uppí hillu eða láta standa á gólfinu. Eruð þið að missa ykkur eins mikið og ég yfir þessu?….Mig dreymir um að eignast svona ljósabox einhvern daginn. Þarf bara að fara núna í því að finna leið til að senda það til landsins án þess að þurfa að borga helling í tolla og skatta hahah…. Meiri upplýsingar getið þið síðan fundið á síðunni þeirra en hún er – http://bxxlght.com/

//

The heart of the typography pervert in me took an extra pump when I found this design company here, http://bxxlght.com/, while browsing through the internet. This is a design company founded by a designer named Daniela Upmark but she got this genius idea of using the popularity of the typography artworks and posters and design a light-box which could be a lamp, art on your art-wall and a design product, all at the same time! While walking the streets of New York City in 2011 and admiring the light signs which are the cities trademark she realized that this was something that was missing from the Swedish design marked. Two years later or in the year 2013, which is only two years ago she started her design company and already she´s selling her light-boxes in 27 different stores in Sweden, Norway, United Kingdom, Netherlands and the United States. Each piece is made of a box with plexiglass in which then they put the letters on and when that´s ready they finish the piece by putting a led light in the box. If you ever get bored of the quote it can be easily changeable which is genius. The light-box can be put on the wall as a lamp, stand on the floor or on a shelf. Are you as excited about this as me?…..I would love to have one of these light-boxes in my house, I even know already where I would put it. Now I just have to find a way to ship one to Iceland without paying to much in tariffs or taxes hahaha…. More informations about the light-boxes you can find on the designer website –  https://www.bxxlght.com/

 

Myndirnar fékk ég að láni á síðunni þeirra og Pintarest // I borrowed the pictures from the deisgners website and from Pintarest.