Nú er páskavikan gengin í garð og þá er um að gera að skella í smá páskaverkefni (DIY). Mér finnst yfirleitt heimagert skraut fyrir heimilin vera fallegasta skrautið og vissi ég því strax að mig langaði að föndra eitthvað sætt með Emblu Katrínu. Ég byrjaði á því að kíkja á hugmyndir á Pintarest og sá þannig út hvað það var sem ég vildi gera. Því næst skelltum við mæðgur okkur í Söstrene Grene og A4 til að kaupa þá hluti sem okkur vantaði (fjaðrir, pensill, glimmer og lím). Seinasta sem við þurftum síðan að gera var að rölta út í garð og velja okkur góða grein til að nota. Þegar heim var komið var byrjað að föndra. Við byrjuðum á að pensla lími á nokkrar greinar. Dýfðum þeim síðan í glimmer og skelltum fjöður á endann á henni. Að lokum hengdum við litlar páskakanínur sem ég keypti í Target á greinarnar og voilá páskaskrautið okkar var tilbúið. Núna má páskahátíðin koma!

//

The easter week has just started so isn’t that just the perfect time to do a little Easter DIY project? I love homemade holiday decoration so I knew I wanted to do some easter decoration myself with my 4year old daughter. I started by going through pintarest to find some good ideas for our DIY easter project. When I had found the right one I took her out shopping for all the ingredients we needed (feather, brush, glitter & glue). The last thing to do for the preparation was to find the perfect branch and then it was time to go home and start our little DIY. First we brushed glue on couple of branches, next we dipped them into glitter and ended by putting the feathers on them and voilá, our easter diy project was ready. Now the Easter holiday can come!