Þó ég eigi ekki sjálf hús til að leika mér með og breyta að vild elska ég að fylgjast með hvað er í tísku þegar kemur að hönnun húsa. Í dag virðist fólk vera mun ófeimnara við að fara öðruvísi leiðir þegar kemur að gólfefnavali og mér finnst það algjört æði. Mig langaði því að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég rakst á á netvafri mínu en flestar þeirra fékk ég að láni hjá finnskum bloggara sem ég kíki alltaf reglulega á. Hérna gætu kannski leynst sniðugar hugmyndir fyrir  ykkur sem eruð í heimilsframkvæmdum.