Í dag gengur allt út á “Simple living” þegar hanna á hús en sú hugsun gengur út á að á heimilinu á ekki að vera neitt umfram þarfir heimilisfólksins. Með þeirri hugsun er átt við að þú átt að geta slakað 100% á þegar þú gengur inná heimilið þitt án nokkurs umhverfisáreitis. Þetta heimili er sko sannarlega hægt að segja að falli undir þann flokk. Þetta hús er staðsett í norðurhluta Vancouver alveg við rætur eins þekktasta fjalls Bresku Kólombiu og var staðsetning húsins höfð í huga þegar húsið var hannað. Öll hönnunin gengur út að hafa heimilið í jarðlitum og nota sem mest við náttúrúlegan við og stein. Mér finnst þetta hafa heppnast ótrúlega vel enda er einhver ótrúleg ró yfir öll myndunum. 

//

This house is a perfect example for a house that falls under the category of slow living. It is based in North Vancouver at the roots of Grouse Mountain. When the designer designed the house they had the location of the house in mind and wanted to use only natural wood and stone in the interiors. My opinion is that this worked out perfectly and the pictures have some calmness over them.