Ég lofaði á instagram um daginn að ég myndi skella í eina færslu mínum uppáhalds “görðum”. Á ensku heita þeir Botanical gardens en ég hef ekki enn fundið rétta íslenska heitið fyrir þá. Skrúðgarður eða garðskáli eru þau íslensku heiti sem ég hef heyrt en mér finnst það ekki alveg skila því hvernig garðar þetta er.

Fyrri garðurinn er staddur í St.Paul í Minnesota en hann rakst ég á þegar ég var að leita mér að einhverju að gera í borginni í stuttu stoppi þar. Hann kom mjög óvart en hann er miklu flottari en ég bjóst við og svo er hann tengdur við æðislegan dýragarð sem gerði ferðina ennþá skemmtilegri. Hérna er svo linkur á garðinn fyrir þá sem eiga leið þarna um. Mæli hiklaust með honum. – Como park and zoo

Seinni garðurinn er í einni af uppáhalds borgunum mínum Kaupmannahöfn en þennan garð reyni ég að gefa mér tíma til að fara í eins oft ég get. Það er bara eitthvað við að labba upp þessa stiga inní skálanum og líta niður á öll pálmatréin og horfa svo útum gluggann á útsýnið. Þessi er algjör möst þegar þið eigið leið til Kaupmannahafnar. Hérna er svo linkur á meiri upplýsingar – Botanisk have