Ég má til með að deila með ykkur þessum myndum sem ég tók fyrir helgi en ég kíkti í eina flottustu verslun bæjarins að mínu mati. Hún er glæný en hún heitir GEYSIR HEIMA og er hluti af Geysis keðjunni. Verslunin er staðsett á Skólavörðustíg eins og hinar verslanirnar en þessi verslun er þó frábruðgin að því leyti að þessi eru einungis með vörur fyrir heimilið. Það er alveg ótrúlega margt fallegt þarna (eins og sést á öllum myndunum) og ég get sagt að þetta er örugglega í fyrsta skipti sem mig  langar í bókstaflega allt. Ekki nóg með að þau séu með mörg ótrúlega falleg merki á sínum snærum þá eru þau einnig komin með sína eigin línu af vörum fyrir heimilið, en þar er að finna til dæmis, teppi, rúmföt, handklæði og kerti. Ágústa hjá Geysi sagði mér aðeins frá vörulínunni en hún er á alveg ótrúlega góðu tilboði núna fyrir jólin. 

Ullarteppin frá Geysi eru á hátíðartilboði fram að jólum en teppin eru úr íslenskri ull og fáanleg í allskyns litum og mynsturgerðum. Frábær jólagjöf!

Teppin eru á tveimur hátíðarverðum: 12.800 kr (kögurteppi) og 14.800 kr (stærri teppin sem eru með tígla og hringamynstri). 

Ullarteppi Geysis fást í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu, í Haukadal og á Akureyri.

Einnig eru 5 ilmir í boði í ilmkertalínunni sem heitir Angantíra. Kertin eru á 5.800 kr stk. Ég fékk mér lyktina Bókstofuilmann en mér finnst hún hin fullkomna jólalykt

Handklæðalína Geysis kom í búðir núna rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Handklæðin koma í 4 litum og 2 stærðum og eru dásamlega mjúk og falleg. Stakt lítið handklæði kostar 2.900 kr en stórt kostar 5.900 kr. Á hátíðartilboði fær maður eitt stórt og eitt lítið, saman á 7000 kr. 

Handklæðin fást í Geysir Heima á Skólavörðustíg 12 og í verslunum Geysis í Kringlunni og á Akureyri.

Þessi rúmföt er á óskalistanum en ég er með tvíbreiða sæng og finnst ótrúlega erfitt að finna falleg rúmföt á sængina mína. Þessi koma bæði tvíbreið og einbreið en svo velur maður sjálfur liti saman sem mér finnst ótrúlega skemmtileg nýjung.

Þetta fallega teppi og ilmkerti fengu síðan að koma með mér heim en ég er ekkert smá glöð með þetta kombó. Ef þetta er ekki fullkomin uppskrift fyrir kósyjól þá veit ég ekki hvað.