10 hugmyndir fyrir heimilið // 10 ideas for your home

Við íslendingar erum alltof feimin við að nota lit á heimilum okkar og ég veit að ég sjálf er ekkert skárri. Yfir hásumarið erum við þó aðeins duglegri og ófeimnari við litina en um leið og fer að rökkva förum við aftur í gráu pallettuna, í stíl við veðrið úti. En ætti þetta ekki í raun að vera öfugt?…Hvernig væri að bæta smá lit inná heimilin þegar það er kalt og grátt úti til að einmitt lyfta okkur aðeins upp í versta skammdeginu. Ég fann þessa færslu inná heimasíðu bobedre og ég hreinlega varð að henda þessu hérna inn afþví þarna finnst mér koma fram margar rosa flottar og góðar hugmyndir af hvernig er hægt að bæta smá lit á heimilin. Ég er nú ekki vön að pósta svona beint frá öðrum en þið verðið bara að afsaka það í þetta skiptið

//

Icelanders tend to be way to shy when it comes to colors for their homes and I know I´m just the same. Over the summertime we start putting little color in our houses but as soon as the winter comes we go back to the white and grey tones, that fit right with the weather outside. Shouldn´t it be the other way around. Shouldn´t we give our home some color over the wintertime to give us some color in our lives. I found this post on the homepage for Bo Bedre and I just loved all of the color ideas so much that I had to repost it. Or at least some part of it. I´m not used to posting something straight from someone else so you have to excuse me for doing it in this blogpost.

Nr.1 – Skellið sama lit á veggina og er á húsgögnunum í herberginu. Notið svo litla hluti í t.d. andstæðum litum til að gefa herberginu smá dýpt. Hérna á myndinni er reyndar notaður grár tónn en í þessa hugmynd væri auðvitað hægt að vinna með hvaða lit sem er. // Put the same color on the wall as you used on the furniture at your house. Then use the small decorative items in a opposite color to give the room more depth. In this picture they use grey but you can of course use whatever color you like.

Nr.2 – Gefið hverju herbergi sinn karakter með að hafa aldrei sama litinn. Hver sagði að öll herbergi þyrftu að vera eins. Hérna er líka gaman að sjá að þegar talað er um lit þarf það alls ekki að vera dökkir eða sterkir litir. Hellingur er til af mildum tónum sem hægt er að nota og geta þeir gert alveg jafn mikið fyrir heimilin, ef ekki meir, en dökkir og krefjandi litir // Give every room its own karakter by having them all colored in differnt colors. Who said every wall should have the same color. Here it is also fun to see that when they talk about colors it´s not always some bold or dark colors. Mild colors can do as much for a room as a bolder one.

Nr.3 – Notið liti til að ramma inn hluta herbergis t.d. horn í eldhúsinu. Hérna er gaman að nota aðeins sterkari liti eða liti sem eru andstæðir við þá liti sem fyrir eru. // Use colors to frame in a part of a room, for example in your kitchen. Here it is fun to use a little bolder color or a color that is a opposite color to rest of the room

Nr.4 – Málið húsgögnin. Ef þið eruð feimin við að mála heilan vegg þá er upplagt að byrja á því að mála eða lakka einhver lykil húsgögn heimilisins til að gefa heimilinu smá lit. // Paint the furnitures. If your afraid of painting a whole wall this idea is perfect for you. Paint some of the key pieces of the house to give the home some color.

Nr.5 – Afhverju ekki að mála gólfið í staðin fyrir veggina. Haldið veggjunum hvítum en setjið einhvern minimalískan lit sem þið haldið uppá á gólfin. Þessi hugmynd finnnst mér æði og vildi óska að ég ætti heimili sem ég gæti gert þetta á. Einhvern daginn mun ég gera þetta, ekki spurning. // Why not paint the floors in some nice colors instead of the walls. Keep the walls white and put instead some personal and minimal color on the floor. I love this idea and wish I had a home that I could I do this to. This I will definitely do sometime.

Nr.6 – Notið vegginn til að tjá stíl ykkar hvort það er með því að mála hann sjálf á einhvern skemmtilegan hátt eða finna fallegt veggfóður sem lýsir ykkur og anda herbergisins vel. // Why not use one wall to express your own style by either painting something on it yourself or with covering it with a wallpaper that suits your own and the rooms character well.

Nr.7 – Ef þú ert svo heppin/n að hafa mikla lofthæð þá er upplagt að nýta sér það og mála hluta veggjarins í lit en leyfa svo efsta hluta og loftlistanum að vera hvítum. Með þessu fær lofthæðin að njóta sín enn meir.  // If your so lucky that you have high ceilings let it shine by painting a part of the wall in a color but keep the top part and the ceiling white.

Nr.8 – Rammið inn eldhúskrók eða borðstofuhorn heimilisins með flottum lit. Þetta finnst mér líka mjög skemmtileg hugmynd en hérna er sá hluti heimilisins sem mestur tími okkar sem fjölskylda er eytt gefið smá líf með því að ramma hann inn. Liturinn er svo látinn renna aðeins út á veggina og loftið til að gefa því meiri dýpt. Flott er síðan að skreyta hornið með smáhlutum í sama lit til að gefa horninu meiri heildarsvip. // Frame your dining area in the kitchen or your dining room in some nice color. I find this idea also very cool because this is the area that you and your family spend the most time together in. Put the color mainly on one wall and then make it flow a little into the walls and ceiling next to it to give the area more depth. Then put some decorative items in the same color to make it whole.

Nr.9 – Lífgið upp á kósýhornið ykkar. Afhverju ekki að taka kósýhornið og gera það aðeins persónulegra með að lífga uppá það á ykkar eigin hátt með uppáhalds litunum ykkar. // Give your favorite corner some color. Why not give your favorite cozy corner some new life by making it little more personal by adding your own style to it with you favorite colors.

Nr.10 – Tón í tón. Leikið ykkur aðeins með liti sem liggja hlið við hlið í litapallettunni og skiptið veggnum niður og búið til með þessu persónulegri stíl á veggina. // Color to color. Play a little with the colors that are next to each other in the color palette by dividing the wall in parts an paint them in different hues, and at the same time make the wall more personal.

Hérna fyrir neðan er svo linkurinn á upprunalega póstinn. Vonandi eru þessar hugmyndir að veita ykkur eins mikinn innblástur og hann er búinn að gefa mér // Here you can the find the original post that I got this from. I hope this post has given you as much inspiration as it has given me.

( http://bobedre.dk/inspiration/guide-sadan-indretter-du-med-farver?slide=1)