Ég hef alltaf reynt að hafa dálítinn fjölbreytileika í innlitunum mínum og ekki eingöngu íbúðir sem greinilega hafa verið settar upp af innanhús stíllista. Hérna höfum við eitt mjög persónulegt og skemmtilegt.  70fm heimili í Södermalm Svíþjóð, en heimilisfólkið þarna er ófemið við að nota dökka liti. Grái liturinn er reyndar búinn að vera í tísku núna í dágóðan tíma en ég elska að sjá að þarna er fólk að taka þetta lengri og notar frekar bláa og græna tóna en ég er nokkuð viss um að það muni ekki vera langt þangað til þeir muni taka við þessum gráu. Þessir dökku veggir koma líka mjög vel út á móti þessum marokkósku smáatriðum. En eigum við að ræða þessa glerhurð inní svefnherbergið og svalirnar! Þvílíkur draumur! 

Meira getið þið fundið hér