Ég hreinlega varð bara að deila með ykkur þessu snillldar ráði afþví ég (eins og þið flest örugglega líka) trúði því ekki fyrst að þetta myndi virka.

Einn uppáhalds bakkinn minn á heimilinu er koparbakki sem ég smíðaði einu sinni sjálf en hann stendur alltaf á skenknum í stofunni. Þeir sem eiga hluti úr kopar þekkja örugglega það hversu fljótt fellur á hann og ég er búin að vera í stökustu vandræðum með hvernig væri best að hreinsa hann og halda honum glansandi. Ég var búin að lesa mér aðeins til um hvað virkaði best til að hreinsa kopar og alls staðar sá ég það sama..tómatsósa! Ég skal alveg viðurkenna það að ég var mjög efins um þetta fyrst en ég varð nú samt að prófa þetta gamla heimilisráð og viti menn! þetta svínvirkaði!! Ég þurfti reyndar að fara nokkrar umferðir og láta tómatsósuna liggja aðeins á bakkanum inná milli en vá, þvílíkur munur. Ég hef aldrei séð bakkann eins glansandi. Mæli með þessu fyrir alla þá sem eru í vandræðum með kopar heimilisins.

//

I just had to share this great tip with all of you. I have this copper tray that I once made myself and absolutely love. I´ve been having though problems with maintaining it´s shine so I googled tips to polish copper and what do you know……everyone said, use ketchup! Yes, you read correct, ketchup! I was skeptic at first but decided to try this tip anyhow and to my surprise it worked!! I recommend all of you give it a try!