Má ég flytja inn??!  Enn eitt sænska heimilið sem ég fell fyrir en þetta er þó gjörólíkt því sem ég var með í seinustu viku.

Ég elska þegar fólk fer út fyrir þægindarammann og er dálítið djarft í hönnun heimilisins sín. Hérna er á ferðinni fjölskylda sem er akkurat það. Ég veit því miður ekkert um heimilisfólkið en er þó mjög forvitin um þau, ekki bara vegna hversu skemmtilega frumleg þau eru heldur líka vegna stóra Íslandskortsins á miðjum stofuveggnum. Ótrúlega skemmtilegt er líka að sjá þetta heimskortaþema sem flæðir í gegnum öll herbergi heimilisins og litapallettuna í hverju herbergi fyrir sig en alls staðar eru notaðir litir sem eru í kortunum og hnöttunum.

Ég vona að ég sé ekki að kæfa ykkur í myndum með þessari færslu en ég gat alveg ómögulega valið úr öllum þessum fallegu myndum. Meiri upplýsingar um þetta flotta sænska heimili getið þið fundið hér