Er ekki upplagt að byrja þennan sólríka þriðjudag að láta sig dreyma um fallegt heimlii.

Íbúðin er 184fm og er staðsett í gömlu húsi í miðri Gautaborg, nánar tilekið frá 1878.

Þetta heimili er fullt af litlum fallegum smáatriðum sem ég gjörsamlega elska. Hvort sem það eru rósetturnar í loftinu, parketið á gólfinu eða þessir mikla lofthæð, þá eru þessu litlu atriði hvert annað fallegra.

Þvílíkur unaður að skrolla í gegnum þessar myndir.

Eruð þið að sjá þetta ótrúlega fallegt parket en það fellur algjörlega undir færsluna sem ég setti inn um daginn um öðruvísi parket. 

Ef þið hafið áhuga á að vita meira um þessa fallegu íbúð getið þið smellt hér