Mér finnst alltaf alveg ótrúlega skemmtilegt að sjá heimili sem eru ekki yfirfull af hönnunarhúsgögnum (þó auðvitað glitti í nokkur sem glögg augu taka örugglega eftir) heldur leyfa einfaldleikanum að njóta sín. Hérna er á ferðinni heimili sem öskrar karakter. Gólfið er allt dálitíð skakkt og hurðir og gólf fá að vera upprunaleg en það er einmitt það sem gerir þetta heimili alveg ótrúlega sjarmerandi. Það er hægt að segja margt sniðugt við þessa skemmtilegu eign en ég ætla frekar að leyfa myndunum að tala og leyfa þannig ykkur að mynda ykkar eigin skoðun á þesari skemmtilegu eign.

Þessi velúr sófi finnst mér alveg geggjaður og þetta mínímalíska borð passar fullkomið við en með því að hafa svona einfalda hluti á móti sófanum nýtur hann sín mun betur en hann myndi annars gera.