Það eru reyndar komnir núna nokkrir mánuðir síðan þessi flotta lína kom út en ég bara verð að deila myndunum sem ég tók af frumsýningu henni með ykkur og segja ykkur aðeins frá henni. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá vel heppnað samstarf og er hérna komið eitt mjög svo vel heppnað samstarf finnska merkisins Iitala  sem allir þekkja og japanska hönnuðarins Issey Miyake. Línan er öll í svokölluðum origami stíl en fyrir þá sem vita ekki hvað origami er þá er það japönskt aðferð til að brjóta pappír og búa til úr þeim listaverk.  Einnig kemur hún með nýjar og mjög skemmtilegar leiðir til að brjóta saman ásamt að því að vera mjög stílhrein og falleg í litavali. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég hef alltaf verið mjög hrifin af origami listinni og á þessi lína því fullkomið við mig. Annars langar mig að láta bara myndirnar tala sínu máli og mæli ég með að þið kíkjið í Ittala verslunina á fyrstu hæð Kringlunnar til að skoða hana nánar.

//
Couple of months ago Iitala launched this beautiful collaborations, Iitala x Issey Miyake. I was invited to the launch party and even though it´s couple of months ago I just have to share the photos with you guys  ands tell you a little about it. The finnish brand Iitala and the japanese designer Issey Miyake made a collection that is all inspired by origami, the japanese art of folding. Not only that, they also wanted to show new technology in folding, in shapes and a fresh, beautiful color palette. Overall I think this is a very well designed collection and I recommend that you go to the nearest Iitala store and take a better look of it.

Hér koma svo myndir frá þeim sjálfum sem ég fékk að láni á síðunni þeirra.