Að taka Ikea eldhúsið hennar Emblu Katrínar í smá yfirhalningu er án gríns eitthvað sem ég er búin að vera á leiðinni að gera í allavega 2 ár. Fyrir stuttu lét ég loksins verða að því en það fyndna við þetta allt saman er að þetta tók á endanum ekki nema eina kvöldstund. Framkvæmdirnar voru nú ekki stórvægilegar en þær gera samt helling fyrir heildarútlitið á eldhúsinu og æi..það er bara eitthvað skemmtilegt við að gefa húsgögnum heimilisins smá persónulegan blæ.

Það sem ég gerði var:

Nr.1 Byrjaði á því að spreyja allar höldurnar, vaskinn og kranann með hvítu bílalakki í spreyformi.

Nr2  Skella filmu á borðplötuna. Marmarafilmuna fékk ég í Bauhaus. 

Nr.3 Bora slá á sitthvora hliðina til að geta hengt alla smáhlutina sem fylgja eldhúsinu. En vegna plássleysið ákvað ég að taka efri hlutann af eldhúsinu af. Sláin er í raunni skápahöldur sem ég fékk í ikea. 

Nr. 4 Að lokum boraði ég 4 hanka framan á eldhúsið til að nota sem eldhústakka. Ég var búin að leita lengi að fallegum hönkum en ég rakst síðan á þessa á útsölu í Anthropolgie.

Að lokum læt ég svo fylgja með nokkrar myndir sem veittu mér innblástur þegar ég var að reyna að ákveða hvaða leið ég vildi fara í yfirhalningunni.