Eru rigningar sunnudagar ekki fullkomnir til að skoða falleg heimili og láta sig dreyma um hvernig maður vill hafa sitt eigið heimili? Mér finnst það allavega. Ég elska rólega sunnudaga með kaffibolla við hönd og flott blað eða tölvuna í fanginu og fá smá innblástur. Það eru nokkrar síður sem ég skoða alltaf og er bobedre.dk ein af þeim en þar rakst ég á innlit á ótrúlega fallegt danskt heimili sem ég bara verð að deila með ykkur. Íbúðin er í Frederiksberg og er 115fm en í henni er að finna marga fallega hluti sem mig dreymir um að eiga einhvern daginn, eins og t.d sófann eftir Finn Juhl og borðstofustólana frá GUBI. Heimilið er í alla staði ótrúlega fallegt og stílhreint en eina sem mér finnst vanta þó í þetta innlit er að í greininni sem er með því kemur fram að það sé heimilsfólkinu mikilvægt að það megi leika sér í öllum herbergjum heimilisins enda búi þar 2 strákar, 1 og 4 ára. Ég fann þó enga mynd af barnaherbergjunum en ég hefði gjarnan viljað sjá barnaherbergin en ég er alltaf mjög forvitin að sjá hvernig aðrir skipuleggja barnaherbergi. Að öðru leyti finnst mér þetta ótrúlega fallegt innlit af heimili sem er fullt af hönnunarklassíkum

//

I find rainy sundays to be perfect for a good cup of coffee and browsing through a design magazine or blogs. On my internet browse this morning I found this beautiful house tour and I just had to share it with you. In it you can see many design classics, for example the Finn Juhl sofa i´ve dreamt of for many years. The only thing I miss from this house tour thought is that in the article that comes with it it says that this is a home for every family member and the children are allowed to play in every room but they have 2 boys, 4 and 1 year old. I couldn´t find any photos of the children rooms but I would love to see the rooms because I love seeing how other people organize their kids rooms.  Nonetheless, this is a beautiful home filled with beautiful design classics