Það er aldeilis að tíminn flýgur frá manni þegar maður er með lítið ungabarn á öxlinni alla daga. Verð að viðurkenna að ég var búin að gleyma hversu mikil vinna það er og hvað þá þegar ein 5ára skotta vill athygli á sama tíma. Því miður hefur þessi síða fengið að finna fyrir því og finnst mér það mjög leiðinlegt en vonandi fer það nú að lagast og ég fer að hafa meiri tíma til að sinna henni og sjálfri mér í leiðinni. En þangað til langar mig að benda ykkur á instagrammið mitt en þar er ég töluvert duglegri að pósta. Fyrir þá sem hafa áhuga endilega kíkið þangað og fylgið mér þar einnig. Ég er þó alls ekki hætt hér og ætla mér að vera dugegri og sérstaklega núna næstu daga en Hönnunmars er handan við hornið en það hefur alltaf verið hálfgerð hátíð fyrir mér en þá skelli ég mér í hælaskónna, fæ mér rauðvínsglas og nýt þess að trítla á milli sýninga og anda inn öllum nýju straumunum í hönnun og listum.

//

Time sure flies by fast when you have a newborn. I have to admit that I had totally forgotten all about how busy life can be when you have a newborn, and that specially when you have a 5year old as well needing your attention. So now you know the reason why sometimes it can be a long time between post here on my blog but for you that are interested I am way better at posting on my instagram, feel free to follow me there as well.