Einn af mínum uppáhalds hlutum að gera á frídögum er að setjast með gott kaffi og hönnunarblað og skoða hvaða trend í hönnun og tísku eru í gangi hverju sinni. Um leið og ég fletti í gegnum blöðin spái ég mikið í og þykir áhugavert að sjá hvaða trend virðast ná meira til fólks en önnur og afhverju. Þegar farið er yfir trendin fyrir árið 2015 stendur “Frumskógartrendið” efst hvað virðist trend sem náð hafa sterkast til almennings. Þetta trend kom reyndar fyrst á sjónarsviðið árið 2013 en virðist þó vera á hápunkti sínum í ár. Það skiptir ekki í hvaða hönnunarverslun er farið eða skoðuð innlit frá heimilum einstaklinga, allt er yfirfullt af plöntum í hinum ýmsu búningum. Hvort sem það eru lifandi plöntur á gólfi, veggjum eða lofti, eða plöntumynstur og myndir á veggjum og sófum þá eru þær alls staðar. Ég get alveg viðurkennt að ég féll sjálf alveg fyrir þessu trendi og byrjaði manneskjan ég, sem varla gat haldið lífi í afskornu blómi, ómeðvitað að fylla heimili mitt af plöntum. Enn sem komið er, er ég ekki komin með leið á þessu trendi og ef eitthvað langar mig í enn fleiri plöntur, þær gera heimilin bara svo mun hlýlegri, heimilslegri og í raun persónulegri.  Áhugavert og gaman verður þó að fylgjast með hvað það verður langt þangað til við munum líta tilbaka og hlægja að þessari plöntu”geðveiki” sem átti sér stað á öllum heimilum árið 2015 en enn sem komið er, er ég að elska þetta trend!

//

On a day off I love having a good coffee and browse through design magazines and look at which trends in design and fashion are popular that moment. As I browse through the magazines I love thinking about the trends and why some of them seem to be more popular than others. When you go through the trends for 2015, you can see right away that one trend seems to be the number one trend to follow but that is “The Jungle trend”. This is a trend that came first in 2013 but seems to be at its high point now in 2015. Everywhere you look or go there are plants, in every shape and form, both living plants or as patterns. I can fully admit that I took this trend with open arms and started filling my house with plants, (I that could barely have a flower in my house with out it being dead the next day) and I still love it and want more and more plants for my home. I just think they make the homes so cozy and more personal. It will though be interesting to see how long it will take us to look back at this trend an laugh at the year 2015 when every house was filled with plants and looked like a mini jungle but for now on I love it!