Vita ekki örugglega allir af lagersölunni sem igló+indí verða með á morgun? Ég varð að deila með ykkur þessari mögnuðu lagersölu en hún verður á morgun og einungis á morgun, þannig ég mæli með að allir finni sér tíma til að kíkja uppí Auðbrekku 10. Það verður hægt að gera ekkert smá góð kaup hjá þeim á morgun.

Ég fékk að kíkja í smá heimsókn núna seinni partinn til stelpnanna á meðan þær voru að setja upp söluna og vá vá vá hvað það er margt fallegt sem er að fara að vera þarna ,og á alveg hlægilegu verði. Ég smellti af nokkrum myndum til að þið getið gert ykkur almennilega grein fyrir öllu magninu sem er að fara að vera þarna en einnig setti ég inn nokkur video fyrir áhugasama á instagram stories hjá mér. Endilega kíkjið þangað líka https://www.instagram.com/annakristinoskars/ (getið smellt á linkinn til að komast inná instagrammið mitt)

 

Þennan texta hér fyrir neðan fékk svo að láni hjá facebook síðu igló+indí en þið getið einnig fengið meiri upplýsingar   Lagersala igló+indí

 

Þér er boðið á lager- og sýnishornasölu hjá íslensku hönnunarfyrirtækjunum iglo+indiHring eftir hring og Hlín Reykdal.

Lager- og sýnishornasalan fer fram fimmtudaginn 12. október á skrifstofu iglo+indi í Auðbrekku 10 í Kópavogi.

Vandaður barnafatnaður, fallegir skartgripir, aukahlutir, skór og fleira frá iglo+indi, Hring eftir Hring, Hlín Reykdal og völdum vörumerkjum.

Frábært úrval af fallegum vörum og einstökum sýnishornum sem hafa ekki áður farið í sölu!

Staður: iglo+indi, Auðbrekku 10, 200 Kópavogi
Stund: Fimmtudagur, 12. október – kl. 11:00

Við hlökkum til að sjá ykkur!

iglo+indi
Hring eftir Hring
Hlín Reykdal

* vörum fæst ekki skipt né skilað 💙

Ótrúlega margt fallegt til fyrir bæði stelpur og stráka, alveg frá st50 uppí st.140

Þessir fallegu kjólar eru sýnishorn sem munu ekki fara í sölu. Þvílík synd en þessir eru alveg fullkomnir sparikjólar fyrir litlar stelpur. Þeir verða þó til í takmörkuðu upplagi á lagersölunni á morgun, ásamt sætum skyrtum og fleiru sparilegu fyrir bæði kynin.

Fyrir neðan setti ég svo inn uppáhaldskjóla okkar Emblu Katrínar en þeir verða báðir á lagersölunni fyrir litlar 2000-3000 krónur.