Hérna er á ferðinni annað heimli sem er ansi ólíkt því sem við erum vön að sjá. Það sem heillaði mig fyrst var þetta alveg æðislega laxableika eldhús. Svo eru stólarnir við eldhúsborðið litaðir mintugrænir sem er einmitt andstæður litur í litahringnum og gerir það að verkum að bleiki liturinn poppar alveg extra mikið fram. Ég ætla annars að hafa textann bara stuttann í þetta skiptið en ég mæli með að þið skoðið þetta innlit afþví það er ótrúlega margt litríkt og skemmtilegt hægt að finna á þessu fallega heimili.

Smellið hér fyrir neðan fyrir meiri upplýsingar um þessa fallegu íbúð

Våra Hem