Ég get ráfað endalaust á erlendum hönnunarsíðum og leitað að innblástri. Það er bara eitthvað ótrúlega afslappandi við að sitja með kaffibolla og skoða falleg heimili og láta sig dreyma. Skemmtilegast við það finnst mér þó þegar ég rekst á heimili sem eru allt öðruvísi en öll hin og eru full af óvæntum smáatriðum. Þetta ástralska heimili er akkurat þannig. Þarna búa tveir listamenn og það skín sko í gegn. Alveg frá gallerí veggnum yfir í allar plönturnar sem dreifa sér um allt húsið. Það sem heillaði mig þó mest þarna og er í raun aðal ástæðan fyrir því að mig langaði að setja þetta innlit hingað inn er þetta klikkaða baðherbergi. Vá hvað ég væri til í að eiga það!

//

I love browsing through design and interior blogs. It´s just something so relaxing about drinking a good cup of coffee and looking at beautiful homes. The best part about it though I find is when you stumble onto something unique and different from everything else. This Australian home is just that. From the big gallery wall to all the plants all over the house. My favorite part, and the reason I felt I needed to put this house tour on my blog, is the beautiful bathroom. It´s absolutley stunning and oh my how I would love if it was mine!