Ég sagði ykkur um daginn, í Design Letters póstinum, frá hinni hæfileikaríku Lindu sem er þýskur bloggari/stílisti búsett í Dubai. Linda sérhæfir sig í stíliseringu á barnaherbergjum svo hún er alveg með puttann á púlsinum þegar kemur að sniðugum lausnum fyrir barnaherbergin. Einnig er hún óhrædd við liti sem mér finnst mjög skemmtilegt þar sem fólk á það til að vera alltof feimið við að nota liti á heimilum sínum. Ég hef fylgt instagramminu hennar í nokkurn tíma og kíki reglulega á bloggið hennar en fannst núna að ég yrði að deila þessum hæfileikaríka bloggara áfram. Skelli hérna fyrir neðan nokkrum myndum af síðunni hennar, af herbergjum sem hún hefur verið að stílisera en þarna er hægt að fá fullt af sniðugum hugmyndum fyrir okkar eigin heimili.

Kíkið svo endilega á bæði bloggið hennar http://liveloudgirl.blogspot.com/ og instagrammið https://instagram.com/liveloudgirl/ en þar er líka að finna fullt af skemmtilegum myndum frá hennar eigin heimili og lífi.

//

I told you briefly the other day, in the Design Letters blogpost, about the talented lady Linda which is a german blogger/stilist based in Dubai. Linda is specialized in children room styling so she knows all about what´s in and out in children room styling and is always showing new fun ideas for the rooms. I also love how colorful her stylings are because people tend to be way to shy when it comes to colors in their houses. I´ve been following her on instagram for some time now and I regularly check out her blog and and I just felt that you guys needed to get now her talent to. I´m putting here below couple of pictures from her blog and instagram of some of her stiling projects. On them you can find a lot of fun ideas for your own children rooms.

Here is her blog http://liveloudgirl.blogspot.com/ and instagram account https://instagram.com/liveloudgirl/  but there she also posts a lot of fun pictures from her own home and daily life. Go check it out