Fyrir nokkrum vikum var mér boðið að taka þátt í samstarfi við Marc Inbane á Íslandi. Fyrir þá sem vita ekki hvaða merki það er þá er Marc Inbane hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lúxus snyrtivörum. Ég hef ekki mikið verið að fjalla um snyrtivörur þó ég sé starfandi sminka til 12 ára. Ég ákvað þó að taka þessu samstarfi en það er fyrst og fremst afþví ég féll gjörsamlega fyrir þessum vörum. Ég ákvað að prófa vörurnar í nokkrar vikur áður en ég myndi fjalla um þær en mér finnst mjög mikilvægt að geta sagt satt frá og geta talað af alvöru reynslu.

Marc Inbane er með mjög flotta húðvörulínu og einnig 5 tegundir ilmkerta. Þeirra þekktasta vara myndi ég þó segja að væri brúnkuspreyið en aðal áhersla þeirra hefur verið að vera með náttúrúlega brúnku sem er einföld í notkun og auðvelt er að byggja upp. Ég skal alveg viðurkenna það að ég er algjör nýgræðingur þegar kemur að brúnkum á sjálfa mig en mitt mottó hefur ávalt verið að frekar skal ég vera hvít en flekkótt. Ég féll þó alveg fyrir þessum vörum og fyrst held ég að það hafi nú aðallega verið afþví hönnun þeirra og útlitið er alveg ofboðslega fallegt (já ég elska að eiga snyrtivörur sem njóta sín líka vel á borðinu mínu).

Eftir að hafa prófað að nota spreyið í nokkrar vikur get ég ekki annað en mælt með því. Þetta sprey er algjör snilld og svo er það líka svo svakalega auðvelt í notkun en ég fer orðið varla út án þess að spreyja allavega örlítið á fæturnar. Með því að klikka hér getið þið svo séð hvar Marc Inbane vörurnar fást og einnig skoðað úrval og verð betur.

Að lokum langar mig að deila því með ykkur sem hefur virkað lang best fyrir mig.-

-Nota fyrst skrúbbinn í sturtunni til að losa alla dauða húð.

-Láta húðina þorna vel eftir sturtuna og þegar hún er orðin alveg þurr spreyja létt yfir það svæði sem ég vil hafa brúnku á.

-Taka hanskann og nudda í hringi það svæði sem ég spreyjaði til að liturinn dreifist jafnt.

-Að lokum tek ég litla burstann og bursta í til dæmis hnésbótina og milli tánna en það er svona klassísk svæði sem gleymast oft og enda því oft flekkótt.

Neðstu tvær myndirnar hérna fyrir ofan eru svo myndir af mér þar sem ég var búin að setja brúnkuna á fæturnar á mér. Ég get lofað ykkur því að ég hefði aldrei verið svona berleggja án brúnkurnar en ég er alveg einstaklega viðkvæm fyrir fótunum á mér.