Seinasta föstudag var mér boðið á ótrúlega skemmtilegan viðburð í Epal Skeifunni. Þar var verið að fagna nýrri vöru sem er sérhönnuð fyrir Epal af hinni ótrúlega hæfileikaríku Margrethe Odgaard. Fyrir þá sem þekkja ekki hver hún er þá er Margrethe Odgaard þekktust fyrir hönnun sína fyrir til dæmis Muuto, HAY og Georg Jensen. Margrethe sérhæfir sig í vinnu með liti og er algjör litaperri að eigin sögn. Það var ótrúlega gaman að tala við hana en hún talaði til dæmis um að það hafi tekið mjög langan tíma að fá rétta bleika litinn fyrir bleika teppið en hún hefði fengið prufu af fallegum rósarbleikum lit þegar hún var að byrja framleiðsluferlið en svo þegar átti að fara að framleiða sjálft teppið hefði liturinn á garninu verið mun kaldari og alls ekki sá sami og hún hefði valið til að byrja með. Hún tók það alls ekki sátt og með ákveðni sinni og mikilli þolinmæði yndislega starfsfólksins hjá Varma fundu þau loksins réttu blönduna og gátu hafið framleiðsluna.

Teppalínan samanstendur af 4 ofboðslega fallegum teppum sem öll eru gerð úr hreinni íslenskri ull og framleidd hjá Varma. Eyjólfur hjá Epal og allir sem komu að framleiðslu teppanna var mikið um mun að eingöngu yrði notuð íslensk efni í gerð teppanna en alltof margir eru farnir að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að framleiðslu teppa í dag. Teppin eru öll röndótt og mjög stílhrein í hönnun en litasamsetningin var sérstaklega valin af Magrethe sjáflri. Einnig eru öll 4 teppin mjög ólík á lit en hún sagði að með því sá hún fyrir sér að allir ættu að geta fundið litasamsetningu við sitt hæfi.

Ég var svo ótrúlega lánsöm að ég fékk að velja mér eitt teppi að gjöf Ég valdi mér það bleika en ég bjóst alltaf við að ég myndi velja bláa og hvíta en svo þegar kom að því að velja dróst ég mun meira að því bleika. Þetta bleika er í mjög hlýjum og fallegum rósarbleikum tón og svo beige á móti.

Þetta er hið fullkomna kósýteppi myndi ég segja og eitthvað grunar mig að það eigi eftir að vera í mörgum jólapökkum í ár.