Ég hef verið lengi á leiðinni að segja ykkur frá þessari æðislegu vefverslun en hérna er á ferðinni alíslensk verslun með handgerðum macrame vegghengjum. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson en þau handgera öll verkin sjálf með macrame hnútaaðferðinni en hún er í raun ævagömul handverksaðferð sem hefur verið þekkt um allan heim. Svona macrame hengi hafa verið alveg rosalega vinsæl í allri Evrópu uppá síðkastið en núna loksins er komin íslensk verslun sem sérhæfir sig eingöngu í þannig verkum og hengjum.

Ég var svo lánsöm að ég fékk að mynda nokkur verk frá þeim og fékk svo í gjöf eitt sem þau sérgerðu bara fyrir mig. Hversu geggjað er það?! Og vá þvílíkt listaverk sem hengið er! Ég mæli með því að þið kíkið á heimasíðuna þeirra og skoðið ( MARR.IS – hér) en svo verða þau einnig með bás á sölusýningunni Amazing homes næstu helgi ef þið viljið hitta þau í persónu.