Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er farið að vera þorið þegar kemur að litavali fyrir heimilið sitt. Ég hef ekki enn lagt í að mála alla veggi í minni íbúð dökka en ætli það sé ekki afþví ég er með frekar dökk húsgögn og hef áhyggjur af því að íbúðin verði hreinlega of dökk yfir. Mér finnst alveg mjög mikilvægt þegar fólk velur sér lit að það velji hann líka út frá birtu íbúðarinnar og vaði því ekki í dökku litina bara afþví þeir eru í tísku og þá án þess að hugsa útí hvort heimilið beri litinn. 

Hérna er íbúð sem langaði rosalega til að sýna ykkur en heimisfólkið hér fór ótrúlega flotta leið í að velja lit. Þessi mintugræni litur er ótrúlega flottur á móti koníakslituðum stólunum og múrsteinsveggnum enann er akkurat andstæður litur í litahringnum  en þegar andstæðir litir eru settir á móti hvor öðrum poppa þeir upp hvorn annan á svaka flottan hátt. Ekki skemmir fyrir að þau eru með drauma ljósaboxið mitt í svefnherberginu en ég skrifaði einmitt um það fyrir 2 árum síðan….og já mig dreymir ENN um það. Færsluna um ljósafyrirtækið getið þið fundið hérna fyrir neðan.

Dreaming of Bxxlight

Hérna sést flotta Bonjour ljósið frá Blxxlights sem mig dreymir um og svo finnst mér þessi fataslá ótrúlega falleg en ég er farin að hallast meira og meira af þessum einfalda og stílhreina stíl. Hann á móti Art deco stílnum væri alveg geggjuð blanda.