Seinustu dagar eru búnir að vera ansi viðburðaríkir hjá mér. Ég kíkti á hinar ýmsu opnanir og partý útum allan bæ þar sem hönnuðir stóðu og kynntu hönnun sína og hvað væri framundan hjá þeim. Endaði ég svo þessa 2daga hátíð mína með að kíkja á tískusýningu Hildar Yeoman í Vörðuskóla en sýningar hennar er alltaf beðið með mikilli endurvæntingu enda er hér algjör snillingur á ferð. Í ár tókst henni gjörsamlega að toppa sig þar sem öllu var skartað. Lifandi tónlist, dansarar og módel sem mynduðu rosa flotta heild og gerðu sýninguna hennar Hildar að algjöru meistaraverki. Ástæðan þó fyrir því að ég tala um þetta sem 2daga hátíð er afþví ég verð því miður erlendis yfir helgina og mun því missa af RFF í ár sem er pínku skrítin tilfinning. Ég hef tekið þátt í hátíðinni á einhvern hátt frá fyrstu tískusýningunni í Kaaber húsinu 2010 en í staðin verð ég bara með þeim í huga og sendi þeim hlýja strauma í öllu stressinu sem myndast alltaf baksviðs á svona sýningum. Ég ætla þó að reyna að kíkja aftur á nokkrar hönnunarsýningar þegar ég kem aftur heim á sunnudaginn eins og t.d. í Epal, Kraum, Mýrinni , Aurum, Pennanum og Sýrusson en í öllum þessum verslunum eru hönnuðirnir búnir að koma fyrir rosa flottum sýningum sem ég hlakka til að geta sýnt ykkur betur á myndum.

En eftir þessa 2daga hátíð mína eru nokkrir hlutir sem standa uppúr og mig dreymir um að eignast en hérna fyrir neðan ætla ég að fjalla örlítið um 2 þeirra.

//

Last couple of days have been very eventful. I went to couple of openings and parties were designer showed their work and what they are working on now. I then ended my 2day festival on the Hildur Yeoman fashion show which was a total masterpiece from beginning to end. She had a live band playing, dancers dancing around the stage while the models walked the runway and all of them together made a beautiful whole. The reason I talk about it as a 2day festival is because I won´t be here for the last 3 days which will be little bit strange because this will be the first time I won´t be on Reykjavik Fashion Festival from it first started in 2010. I´m planning though on going to couple of design shows again when I get home on sunday but the one I´m most excited about are in Epal, Kraum, Mýrinni, Aurum, Penninn og Sýrrusson

After my 2day festival are though couple of items which are a definite favorite and I would love to have at my house. I´m gonna talk a little about 2 of them here below.

 

Möskvar by HAF – Hérna er á ferðinni ótrúlega fallegt ljós unnið af hönnunartvíeykinu Karítas Sveinsdóttur og Hafsteins Júlíussonar en þau mynda saman merkið HAFstudio. Hugmyndin af ljósinu var að endurtúlka hina klassísku ljósakrónu en með sér í það fengu þau íslenska netagerðarmenn og varð útkoman sú að gera ljós unnið úr íslenskri síldarnót sem væri sampakkanlegt og því auðvelt að flytja á milli staða. Þetta ljós finnst mér ótrúlega fallegt, stíhreint og myndast ótrúlega falleg birta frá því þegar kveikt er á því. Það væri draumur að eiga einn daginn svona ljós fyrir ofan borðstofuborðið heima

//

Möskvar by HAF – Here we have a beautiful light made by the design duo Karitas Sveinsdóttir
and Hafsteinn Júlíusson. The idea of the light was to remake the classic chandelier in collaboration with icelandic netmakers. They ended up doing a light made of icelandic herring nets which can be flat packed which is always a plus. I would love to have this light over my dining table one day.

Bíbí by PyroPet – Þetta snilldar kerti er loksins komið! en því er búið að bíða eftir með eftirvæntingu útum allan heim en fyrra kerti Pyropet – kisa, er búið að slá í gegn nú þegar hjá hönnunarelskendum. Þessi sæti Bíbí á held ég ekki eftir að verða síðri og hlakka ég mjög til að eignast minn eiginn þegar hann kemur í verslanir í Apríl. Spennandi verður að sjá hvað hönnunartvíeykið Þórunn Arnardóttir og Dan Koval koma með næst fyrir okkur.

//

Bíbí by PyroPet – This genius candle is finally here! People all over the world have been waiting for it to launch bu the first candle from Pyropet – kisa is already a phenomenon in the desing world. Can´t wait to get my own Bíbí in April when it hits the stores. It will be exciting to see what the design duo Thorunn Arnardottir og Dan Koval will do next.