Mér fannst ég þurfa að kynna ykkur fyrir einni af uppáhalds búðinni minni, MUJI, ef þið þekkið hana ekki nú þegar. Muji er japönsk verlsunarkeðja sem stofnuð var 1980 en er nú þegar komin með yfir 500 verslanir útum allan heim.

Ég hef alltaf verið dálítill skipulagsfíkill og hafa allskonar hirslur og hólf af öllum stærðum og gerðum heillað mig alla tíð, og hvað þá þegar þær eru einfaldar og smart. Þannig það var svosem gefið að þegar ég labbaði inní MUJI að ég myndi falla kylliflöt fyrir hugtakinu þeirra. Þarna er á ferðinni algjörlega snilldar hugmyndafræði. Hugmyndin þeirra var að stofna svokallaða “No-brand” verslun þar sem enginn peningur færi í auglýsingar eða dýrar merkingar heldur vildu þeir setja meiri pening í gæði vörunnar og geta hannað vörur sem myndu höfða til flestra þar sem á þeim væru engin vörumerki eða merkingar á neinn hátt. Semsagt einfalda, minimalíska og smart hönnun sem höfðar til flestra. Það eru heldur engir hönnuðir nafngreindir bakvið hönnun hlutanna heldur vilja þeir hafa allt alveg nafnlaust. Sagt er þó í hönnunarheiminum að nokkrir af þekktustu vöruhönnuðum heims hafi hannað fyrir þá þó þeir hafi í rauninni aldrei staðfest neitt sjálfir, má þar nefna t.d. Konstatin Grcic, Jasper Morrison, James Irvine og Naoto Fukasawa. Eina undantekning á þessari reglu þeirra var þó þegar Muji ákvað í samstarfi við James Irvine og Konstatin Grcic árið 2008 að gera minimaliska húsgagnalínu og gerðu þeir þar á meðal endurgerð af hinum víðfræðga “No.14 chair” eftir Thonet en markmið þeirra með þessu var að kynna yngri kynslóðina fyrir hönnun einum af okkar þekktustu hönnuða, Thonet. En ég held ég láti núna myndirnar tala og ef þið eruð eitthvað lík mér þá held ég að þið munuð falla fyrir MUJI alveg jafn fljótt og ég.

//

I just felt that I had to introduce you to one of my favorite stores, MUJI, if you don´t know it already. MUJI is a japanese store chain which was founded in 1980 which has over 500 stores today all around the world.

I´ve alway been a bit of a organizing freak and loved all kinds of boxes and shelves, specially if they are simple and clean cut in design. So it was kind of given when I walked first into a MUJI store that I would love it. I just love their design concept but their main concept was to start a design store that insisted of a so called “No-brand” concept.  The “No-brand” concept means that all their products have no labels on them at any kind and also they never advertise their products. There has also never been given up who are the designer behind the brand but in the design world it has been heard that many of our most famous designer are behind some of their products, for example,Konstatin Grcic, Jasper Morrison, James Irvine og Naoto Fukasawa.  Their only exception of that rule was though in the year 2008 when they, in collaboration with Konstatin Grcic and James Irvine made a furniture line with simple and multifunctional furniture. One of the pieces they made was to re-design one of our most famous chair designs “No.14 chair” after Thonet. Their plan behind this was to introduce the younger generations to the classics of Thonet. But I´ll think I´ll let the pictures do the talking now and if you´re anything like me I think you will also love MUJI as much as I do.

Myndirnar fékk ég að láni á heimasíðu þeirra og af pintarest // I borrowed these pictures from their website and from Pintarest.