Hönnunarmars er ný afstaðinn og heppnaðist að mínu mati afskaplega vel í ár. Ég náði því miður ekki að kíkja á allar þær sýningar sem mig langaði að sjá en við mæðgurnar náðum þó að nýta miðvikudaginn og fimmtudaginn vel og kíktum á nokkrar skemmtilegar opnanir. Það sem stóð uppúr hjá mér þetta árið var samsýning nokkurra mjög hæfileikaríkra hönnuða undir nafni North Limited en sú sýning var í Hannesarholti og svo samsýning 3 hönnuða í Snúrunni en einn þeirra hönnuða sem sýndi þar var Þóra Finnsdóttir en ég hef verið mikill aðdáandi keramík hönnunar hennar og var gaman að geta hitt hana í persónu og forvitnast um innblásturinn bakvið hönnun hennar. Embla Katrin var þó lang hrifnust af húsgagnasýningunni í Hafnarhúsinu en á efri hæð Hafnarhúsins var, og er enn, æðisleg listasýning sem við kíktum einnig á, hún heitir Aftur í sandkassann en þar fjalla listamennirnar um list sem kennslugagn og mikilvægi þess í uppeldi barna. Mjög áhugaverð og skemmtileg sýning og ekki verra að þar mega börnin einnig leika sér og gaman að sjá hvernig börn upplifa list oft öðruvísi en við fullorðna fólkið. Við mægður getum því verið sammála um að þetta var vel heppnaður Hönnunarmars þetta árið og við strax farnar að hlakka til næsta árs.

//

March 9-13th here in Iceland was a big design event called DesignMarch but that is were all the main designers in Iceland come together and have exhibitions all over Reykjavík to showcase their upcoming design projects. I took my 5year old daughter to the opening of couple of them but she loves going to these events with me. Of all of the shows 2 of them stood up at my opinion. First one is a collaboration of couple of designers under the name North Limited but they had there show in a beautiful house called Hannesarholt and is in downtown Reykjavík. The second one was in a design store called Snúran but in the store 3 really talented designers showcased their new design projects. One of the designers showcasing their design was Thora Finnsdottir, but I´ve always been a big fan of her work so it was really fun to get to meet her and learn about her inspirations. So overall very successful weekend and we´re already looking forward to next year.