Ég bara verð að segja ykkur frá hversu ótrúlega heppin ég var um daginn. Ég ákvað að taka þátt í Instagram leik hjá bloggara/stílista sem heldur úti blogginu liveloudgirl.blogspot.com. Hún sérhæfir sig í hugmyndum og hönnun barnaherbergja en ég er að fylgja henni á instagram og þótti mjög langsótt að ég gæti unnið þar sem hún er þýsk og staðsett í Dubai en ég ákvað að prófa og ótrúlegt en satt þá vann ég! Verðlaunin voru nú ekki að verri endanum en þau voru líka ástæða þess að ég tók þátt í leiknum en þau voru nýjustu barnavörurnar frá Design Letters. Eins og flestir þekkja þá eru Design Letters vörurnar byggðar upp á hönnun danska arkiteksins Arne Jacobsen en stafina hannaði hann upphaflega árið 1937 til að merkja Aarhus City hall sem hann var að hanna á þeim tíma. Ég er rosa hrifin af vörunum frá Design Letters en ætli það sé ekki afþví þau eru stílhrein, klassísk og eldast vel. Einnig hefur mig líka alltaf langað í stafrófið í herbergið hennar Emblu Katrínar í einhverri mynd þar sem nú fer að styttast að hún fari í skóla og því um að gera að fara að byrja að æfa sig í stöfunum. Við mæðgur biðum því mjög spenntar eftir sendingunni okkar og vorum fljótar að rífa kassann upp þegar hann kom. Í kassanum leyndust ótrúlega falleg rúmföt með stafrófinu á, litabók, litahólkur og ótrúlega fallegir kubbar en allir hlutirnir fyrir utan rúmfötin eru ný hjá þeim og svo ég best viti ekki enn fáanleg hérna á Íslandi.  Við Embla Katrín voru svo ótrúlega ánægðar með þessa æðislegu sendingu að við ákváðum að skella í smá myndatöku og afrakstur hennar getið þið séð hérna fyrir neðan. Einhverra hluta vegna vill WordPress ekki leyfa mér að hafa myndirnar í fullri upplausn þegar síðan er opnuð þannig ef þið viljið skoða myndirnar betur endilega tvísmellið á þær til að sjá þær í fullri upplausn.

//

I just have to tell you about how lucky I was the other day. I decided to participate in an Instagram game that one of my favorite blogger/stylist was having but she is the owner of the blog liveloudgirl.blogspot.com. If you don´t know her blog, the liveloudgirl blog talks mostly about children room designs, what´s new in for kid rooms and also her own design and styling. This is a blog which I would recommend everybody that have children to follow. When I decided to participate in her game I thought it was far out that I could actually win because she is from Germany and based in Dubai but unbelievably I actually won! The prize was just amazing but it was part of the newest children items from Design Letters. But as probably most of you know the Design Letters Items are based on the danish architect Arne Jacobsen alphabet which he first made when he was designing the Aarhus City hall in 1937. I´ve alway been a big fan of the Design Letters items but I think that´s mostly because they´re classic and clean-cut in design and age well. Also I´ve wanted for some time now to find something fun with the alphabet on to put in Embla´s room because soon she will start school so it´s the perfect time to start learning the letters. So when the box arrived I´m not sure which one of us was more excited, me or Embla. In the box we got children beddings with the whole alphabet on it, coloring book, crayons and beautiful letter cubes. All of these items are new design from Design Letters except the beddings, they´ve had them for some time now and as far as I know the new items are nowhere for sale here in Iceland. We decided to do a little photoshoot with all the nice things we got but the photos you can see here below in this post. For some reasons WordPress doesn´t allow me to have the photos in full resolution in my posts so if you want to see them better please double click on the pictures and they will appear in full resolution.