Ef þið eruð jafn miklir aðdáendur Tom Dixon og hans hönnunar og ég þá verðið þið örugglega jafn spennt þegar þið lesið þetta. Tom Dixon var að koma með nýja tegund af ljósum sem eru skemmtileg þróun af eldri ljósunum hans. Ljósið frumsýndi hann fyrst á hönnunarsýningunni í Mílanó í apríl á þessu ári. Nú var að koma tilkynning frá þeim að það væri komið í framleiðslu og er nú þegar hægt að kaupa það inná síðunni þeirra. Ljósið var hannaði af Tom Dixon í samvinnu við framsækið sænskt hönnunarfyrirtæki sem heitir FRONT en þau unnu hér með alveg nýja vinnslu á álinu eða svokallað hitablásun. Með því að nota þessa nýju aðferð tókst þeim að búa til þetta skemmtilega útlit þess eða að láta það líta eins og það sé að bráðna en nafn ljósins kemur einmitt frá því – MELT by TomDixon. Það sem er líka skemmtilegt við þetta flotta ljós er að þegar slökkt er á því lítur það út eins og mörg af klassísku ljósum hans, eða háglans gull, kopar eða silfur en þegar kveikt er á því fellur ljósið á málminn sem veldur því að það verður gegnsætt og lítur út eins og bráðnað gler. Hversu flott er það?! Ljósið mun koma í tveim stærðum og þessum þrem litum. Ég held að það sé ekki enn komið í sölu á Íslandi en ótrúlega hlakka ég til að sjá það með mínum eigin augum þegar það fer í sölu hér á landi.

//

If your´re as much of a fan of Tom Dixon and his design as myself I´ll think you´ll love reading this post. Tom Dixon just lunched a new type of light which is a fun revolution from his older designs. Tom Dixon first previewed this new light on the design week in Milan, in April this year but they just published that they had just started manufacturing them and they´re already up for sale on their website. The light was designed by Tom Dixon in collaboration with the Swedish radical design collective FRONT and when designing and making it they used a new technic called vacuum metallisation but by using that new technique they got this beautiful look of it or make it look like it is melting. The name of the light also comes from that new technique – MELT by Tom Dixon. What I also love about this new light is that when the light is off it looks like many of Tom Dixon light in mirror-finish metallics but when the light is on it the light bouncing and reflecting around the uneven surfaces creates a dramatic melting hot blown glass effect. How cool is that?! The light will come in two sizes and these three colors. I don´t think they´ve started selling it here in Iceland, it´s still so new but hopefully it will be here soon so I can take a look at it with my bare eyes.