Þið verðið að afsaka bloggleysið seinustu vikurnar en lífið breyttist mjög skyndilega fyrir næstum 3vikum þegar lítil fullkomin dama ákvað að drífa sig í heiminn, öllum að óvörum, 7 vikum fyrir tímann. Við erum búin að vera í lítill loftbólu síðan að aðlaga okkur að þessu nýja hlutverki en fyrstu 2 vikurnar í lífi hennar þurfti hún að vera uppá vökudeild.  Ég verð að segja að allar ljósmæðurnar, hjúkrunarfræðingarnir og læknar sem þar starfa eru gerð úr gulli og sjá til þess að bæði þér og barninu líði sem best allan þann tíma sem þið þurfið að vera inná deildinni og finnst mér því ótrúlega sorglegt að horfa uppá hversu illa er farið með allt starfsfólk spítalanna. Vinnuálagið alltof mikið og laun ekki í samræmi við það sem er lagt á fólkið. En núna erum við litla fjölskyldan loksins komin heim og hlökkum til að eiga yndisleg kósýjól sem 4 manna fjölskylda. Lífið fer að detta í sína venjulegu rútínu og bloggin þar með. Vonandi eruð þið ekki búin að gefast strax uppá mér en ég lofa að þetta fer allt að koma og ég ætla að vera duglegri að pósta. Ég er nú þegar með helling af hugmyndum sem mig langar að deila með ykkur. 

//

You have to excuse how inactive I´ve been on the blog lately but my life took a big u-turn almost 3 weeks ago when our little girl came unexpectedly 7 weeks premature. We´ve been living in a bubble since she was born and just getting used to our new life but her first 2 weeks we had to stay with her at the hospital. Now we´re home and can´t wait to have a cozy holiday as a family of four. Life is starting to get back to its normal routine and me blogging as well. I hope you can bare with me and haven´t given up already, I´m almost there and have a lot of blogpost I can´t wait to share with you guys.