Ég reyni að sýna ykkur reglulega heimili sem er ekki endilega yfirfull af hönnunarvörum heldur sýnir frekar sniðuðgar og ódýrar lausnir sem þið gætuð hugsanlega yfirfært á ykkar eigið heimili.

Þetta heimili er akkurat þannig en hérna er á ferðinni heimili sem er í eigu hjóna sem bæði eru starfandi arkitektar. Íbúðin þeirra er staðsett í Frederiksberg, Kaupmannahöfn og er 120fm að stærð en þau búa þarna ásamt nýfæddu barni sínu. Mér finnst ótrúlega gaman að skoða hvað þau fara öðruvísi leiðir þegar kemur að uppsetningu íbúðarinnar en þau nota til dæmis mjög mikið hráar eikar og furuplötur á veggina. Einnig er eldhúsið í mjög hráum iðnarstíl. Þetta er kannski ekki útlit sem hentar öllum en þó er margt sem hægt er að nýta þaðan og margar sniðugar hugmyndir sem allavega ég væri mjög til í að prófa á mínu eigin heimili.