Litir hafa alltaf heillað mig mjög mikið og tel ég mig vera komin með ágætlega næmt auga fyrir hvaða litir passa saman, hverjir eru heitir, hverjir eru kaldir og svo framvegis. Ég hef þjálfað augað í gegnum margra ára þjálfun, fyrst við að starfa í Hans Petersen í 5ár og svo í starfi mínu sem förðunarfræðingur hjá MAC í 10ár. En eftir að ég horfði á þetta video um starfsfólk Pantone áttaði ég mig á hvað ég á í raun langt í land með að kunna greina liti rétt. Þarna eru á ferðinni aðal sérfræðingar Pantone verksmiðjunar, en fyrir þá sem þekkja ekki Pantone þá eru litir Pantone sú litapalletta sem allir hönnuðir og listamenn heimsins nota til að ganga úr skugga um að t.d rauði liturinn sem þau eru með sé rétti rauði liturinn. Þau ákveða  einnig hvaða litir verða litir ársins hverju sinni, hvaða tónar eiga að vera saman og svo framvegis. Það er alveg magnað að fylgjast með þeim vinna og mæli ég með að allir sem hafa áhuga á litum og trendum í litum horfi á þetta video og skoði einnig videoið í linknum fyrir neðan (gat því miður ekki afritað eingöngu videoið í færsluna). Ég er gjörsamlega dáleidd.

//

Colors and trends in colors is something that has always fascinated me. By the years I think I´ve developed quite a good eye for colors, first in my work as a photo developer for 5 years and then as M.A.C makeup artist for 10years. But oh my, after watching this video from the Pantone color factory I´ve realized I´m not even close, their work is just unbelievable and I recommend that is as fascinated by colors and color trends to watch both the video and take a look at the link I posted next to it as well. But for you that don´t recognize Pantone, Pantone makes the colors that every designer and artist all over the world uses as s guides to make sure their red is actually red. Like a Webster’s dictionary for color, Pantone guides are a standard against which anyone can check their own work.

 

Click here for Pantone color factory link