Ég skellti mér í stutta ferð til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum vikum. Ferðin var í alla staði yndisleg en það er alltaf jafn gaman að koma í þessa hönnunarparadís. Í einum af röltum okkar í miðbæ Kaupmannahafnar skellti ég mér inní fallegu Royal Copenhagen verslunina. Þar voru þeir búnir að setja upp ofboðslega fallegar páskaskreytingar sem ég varð bara að deila með ykkur. Þið verðið bara að afsaka myndgæðin en myndavélin mín varð akkurat batteríslaus þarna þannig ég þurfti að taka allar myndirnar á símann. Ég væri nú til í að þetta væri mitt páskaborð. Reynari tókst þó að luma einu svona fallegu postulíns páskaeggi í pokann minn þannig ég get allavega haft smá “Royal copenhagen style” á mínu borði 😉

// 

In my trip to Copenhagen couple of weeks ago I took a look into the beautiful Royal Copenhagen store. It´s always absolutely beautiful but this time they had decorated for Easter. I took couple of pictures of the decorations in the store and wanted to share them with you. I wouldn´t mind this being on my Easter table. 

Hérna fyrir neðan skellti ég svo nokkrum innblásturs hugmyndum “Royal Copenhagen style”  fyrir ykkur. // Here below I also put couple of inspirational pictures “Royal Copenhagen style”

<a href=”https://www.bloglovin.com/blog/13859719/?claim=5fyxpr4vygg”>Follow my blog with Bloglovin</a>