Ég er örugglega ekki ein um að fara í einhvern ham eftir áramótin og vilja helst breyta öllu, henda út og fá allt nýtt. Nýtt ár, ný byrjun! Nú eigi sko að vera besta árið og allt sem ég hef ekki komist í seinustu ár muni vera gert á þessu. Í ár eru þó áherslurnar og pressan á sjálfa mig mun lægri, í ár ætla ég að njóta meira. Þrátt fyrir að ég sé að taka mig á með breyttu hugarfari hef ég þó alltaf þessa þörf að fríska aðeins uppá heimilið en þeir sem þekkja mig vel vita að svoleiðis hef ég verið frá því ég var barn. Mig langar því að deila með ykkur nokkrum sniðugum hugmyndum til að lífga uppá heimilið á auðveldan og nánast kostnaðarlausan hátt.

//

I´m definitely not the only one that has the need and urge to change everything around me when a new year begins, throw away everything and start fresh. New year, new beginning! The new year is supposed to be the best of them all and everything I haven´t had time for the last years will be done on this one. This year will be different, I´m lowering the standards and pressure on myself as well. People that know me though know that no matter what, on regular bases, I just have to change things at my home, I´ve been like that since I was a kid. In this post I´m gonna give you 11 easy steps to do just that and how it doesn´t have to cost much.

 • Bara það að endurraða í hillum og borðum getur gert alveg ótrúlega mikið. Ég mæli hiklaust með því, það er eins og að eignast nýtt heimili. // Just by rearranging on your tables and shelves can do really much for your home. I recommend you try it, you´ll be amazed how much it can do for the home

6a5fb704d30f9e9791bc54869265a687 beda68537f03c053a205de8034dd3434

 • Sama á við um bókahillurnar. Afhverju ekki að prófa að raða bókunum eftir t.d. lit eða stærð, leggja sumar á hliðina á meðan aðrar standa uppréttar // Same goes with the bookshelves. Try color coordinate your books for example or by size, put some horizontal and others vertical.

c971636a80aa85c4607089828f8424fe d874282160c45883d4af3628e85f0f4b

 • Afhverju ekki að leyfa sér að kaupa eins og t.d ný glös eða hnífapör í eldhúsið. Bara það að leggja á borð með t.d. nýjum glösum getur látið manni oft líða eins og maður sé með allt nýtt. // Why not allowing yourself to buy new glasses or maybe cutlery for the kitchen. It can make you feel like you have everything new.

4edc58f3c1127b02da4f1d1f3e733431 baa2e4980539f397ae1ef7ac28595e9d

 • Nýtt ár, nýr ilmur fyrir heimilið. Ekki spurning finnst mér // New year, new scent for the home. Without a doubt something to do I think.

824bf31dafc045318e99942ad24594dd 8fced5ecb74c6a1eebacf7fd8b6dc518

 • Það þarf ekki að vera nýtt ár til að réttlæta fersk blóm. Ný fersk blóm í fallegum vasa gera alveg ótrúlega mikið fyrir umhverfið. // It doesn´t have to be a new year to justify fresh flowers. Fresh flowers in a beautiful vase just brightens up every room.

3ac515443c5e6fdff400040c912a4ed7 c0e5bc22e5eba8b4e8b1d9043f283392

 • Er ekki upplagt fá sér fallega plöntu til fríska uppá heimilið meðan beðið er eftir vorinu // Isn´t now the perfect time to get a new greenery to freshen up the home while we´re waiting for the spring.

288dcbdf88062d5e08508426a61fda40 54c1b316313a5a3302bb4de370904242

 • Ég held við könnumst öll við þá tilfinningu, þá sérstaklega eftir jólin, að vera með allar hillur og borð full af dóti. Er ekki upplagt að leggja til hliðar það sem er búið að vera lengst og létta þannig á heimilinu. // I think we all know that feeling of having all shelves and tables packed with stuff. Isn´t now the perfect time to take some of it down and have less things in your home.

a4e7a7dcb3885c728e976835bec82a3d ef7b130c640887a18f951bebbfa3bc14

 • Ég hef reyndar nefnt þetta áður í annarri færslu en þetta á alveg jafn vel inni hér. Afhverju ekki að leyfa sér að kaupa ný rúmföt á rúmið. Ný fersk rúmföt geta gert alveg ótrúlega mikið fyrir andlegu hliðina. // I talked a little about this in a previous post but it fits perfectly here too. Why not allowing yourself to get new beddings. It is just amazing how fresh, crisp beddings can do for your spirit.

0d24859346312a5446e7052fd4e71cf6 ea9e6e7fa574c88a1c776750b88ca9e0 

 • Þessi punkur gæti kannski verið pínku erfiður í framkvæmd en í sumum tilfellum gæti þó verið sniðugur. Prófið að færa til myndir á veggjum, farið inná blogg eða pintarest og fáið nýjar hugmyndir um hvernig gæti verið sniðugt að raða þeim upp. // This one might be little bit difficult but moving the pictures on the walls to a new place can do magic, go through blogs or pintarest to get new and fresh ideas on how to put them back up. 

b1a395d52f8f04bf6de9001205573104 2514ccccff073d21d42340cd7a21583b

 • Þetta er líka punktur sem ég hef komið að áður en hann á held ég alltaf við. Að poppa upp heimilið með smá lit í formi t.d. fallegrar mottu eða lit á einn vegg gerir alveg ótrúlega mikið til að lífga uppá heildarútlitið. // This is also something I´ve talked about before but I think this is something that always works. Give your home some color, for example with a colorful rug or by painting a wall in some color. It´s amazing how just that can do much for your home. 

035abd5cb42dc6b25e2d16019ffd9278 indret-med-farver-frederica-furniture-N5GUwLJH7ccJ7IIZHofS0A

 • Að lokum er það þessi týpíski, færið til stóru hlutina á heimilinu, raðið t.d. stofunni upp á annan hátt. // Now, at last the classic one, move your furniture around, for example how you set up your living room. 

a3b7d1bee55f3f45647d54a63a50250e c961c3284dd2b4ab7f16fd6acacb044d

Jæja, núna er bara að hefjast handa svo maður getur farið ferskur inní nýja árið. // Ok, now we just have to get started so we can start the new year fresh and ready.