Sunnudagsinnlitið mitt þennan sunnudag er á heimili sem er ekki beint þetta týpíska mínimalíska skandínavíska heimili heldur er hérna ótrúlega skemmtilegt og rómantískt heimili fullt af litlum smáatriðum. Heimilið var í eigu vinsæla instagrammarans Anna Catarina en af instagramminu hennar að dæma virðist hún vera búin að selja þessa fallegu íbúð. Það sem greip mig þó fyrst við þetta innlit er að Anna Catarina virðist ekki vera feimin við að blanda hinum ólílkegustu mynstrum og stílum saman og tekst á mjög sjarmerandi hátt að gera að sínu. Einnig er gaman að sjá hvernig hún hefur sett mismunandi veggfóður eða lit á nánast alla veggi íbúðarinnar og blandað því saman við þennan skemmtilegan antík stíl en veggfóður eru einmitt mjög í tísku þessa dagana og eru farin að sjást á æ fleiri heimilium. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvaða myndir ég ætti að setja hérna inn þannig ég ákvað bara að leyfa þeim öllum að fljóta með enda eru allskonar skemmtileg lítil smáatriði í öllum hornum en guð minn ekki myndi ég vilja þurfa að þurkka af á þessu annars mjög svo skemmtilega heimili.

Fyrir þá sem langar að sjá meira af þessu skemmtilega heimili endilega smeillið á blá letraða nafnið ofar í textanum og kíkið á skemmtilegu instagram síðuna hennar. 

//

My sunday house tour this Sunday is not to the typical minimalistic scandinavian home. This house is filled with antique details and a romantic vibes. The owner used to be the popular instagrammer Anna Caterina (link above) but judging on her instagram it looks like she has already sold this beautiful apartment. What I love the most about this house tour is that the owner, Anna Caterina, is not afraid of mixing different patterns and styles together and make them her own. Also I love how she has wallpaper or color on almost every wall and has in her own style managed to make it fit perfectly to her antique styled interiors but wallpaper is extremely popular these days.

For you that want to see more of this fun and romantic home I recommend that you click on to her name, typed in blue her above, and that will direct you to her popular instagram account.

photokredit: Anders Bergstedt för Entrance mäkleri