TAUGAFOLD VII / NERVEFOLD VII

Ég má til með að benda öllum þeim sem enn hafa ekki lagt leið sína í Listasafn Íslands að drífa sig sem allra fyrst afþví nú fer hver að verða síðastur í að sjá þessa mögnuðu sýningu Hrafnhildar Arnardóttur en seinasti dagur sýningarinnar er 22.október.

Hrafnhildur Arnardóttir gengur einnig undir nafninu Shoplifter en hún er íslenskur myndlistamaður sem búsett er í New York. Hún er búin að setja upp sýningar um allan heim þó hún sé hugsanlega þekktust hérna heima fyrir hárskúlptúrinn sem hún gerði fyrir plötu Bjarkar Guðmunds. Medúlu 2004 og svo nú nýlega fyrir samstarf sitt við verslunina &OtherStories. Þessi sýning hennar er alveg ofboðslega falleg og dregur mann inní undraheim hennar. Ef þið viljið vita meira um verk Shoplifter eða hana sjálfa smellið hér  og drífið ykkur svo endilega niðrí Listasafn Íslands og kíkið á sýninguna.

Ég læt svo  fylgja hérna með færslunni myndirnar sem ég smellti af stelpunum þegar við lögðum leið okkar á sýninguna í haust en ég klæddi stelpurnar í sætu loðjakkana og kjólana frá igló+indí (getið komist inná síðu igló+indí með að smella hér fyrir framan). Jakkarnir voru bara svo ótrúlega flottir í þessu skemmtilega umhverfi.