Það hefur lítið farið fyrir mér hér inni seinustu vikurnar en ástæðan er sú ég hef verið á fullu að njóta fallega landsins okkar ásamt fjölskyldunni. Ég hef nú ekki verið í fullu sumarfríi þessar vikur heldur þurft að stökkva frá í vinnu inná milli en þess heldur höfum við nýtt dagana á milli extra vel. Við eltum góða veðrið í orðsins fyllstu merkingu og fengum því að njóta allra fallegu landshlutanna okkar í nánast eingöngu sól og blíðu. Ekki slæmt það

Ég tók alveg heilan helling af myndum á þessu ferðalagi okkar en mig langaði að deila með ykkur “nokkrum” af myndunum sem ég tók á ferðalaginu en flestar þeirra hef ég þó nú þegar birt á instagramminu mínu. Þær eru ekki í neinni sérstakri tímaröð heldur vildi ég frekar að leyfa þeim að flæða svona.

Ef þið viljið spyrja um einhvern ákveðinn stað er ykkur meira en velkomið að skella inn spurningu hér en svo getið þið einnig séð betri upplýsingar við flestar myndirnar inná Instagram síðunni minni (linkurinn hér fyrir neðan)

Linkur á instagrammið mitt – www.instagram.com/annakristinoskars/