Fyrr í vikunni var ég fengin til að svara nokkrum spurningum fyrir hönnunarhluta Morgunblaðsins en þar er á ferðinni lítill dálkur þar sem hinir ýmsu einstaklingar hafa verið fengnir til að lista upp nokkra hluti sem þeir myndu óska sér fyrir heimilið.

Þetta voru mínir….  en blaðið kom einmitt út í dag Sunnudag.

//

Earlier this week I was asked to answer couple of questions for the icelandic newspaper Morgunblaðið. It was for a small column in their design sections of the sunday newspaper, where they ask every week different people of their wishlists for their homes. These are my answers. 

 

 

Mig langar í … // My whislist …

..í stofuna

The Flag Halyard chair eftir Hans J. Wegner en Wegner en Wegner  er einn af uppáhalds stólahönnuðunum mínu og hefur verið mjög lengi. Svo er fallegt klassískt málverk eftir íslenskan listamann líka á óskalistanum. // Hans J. Wegner is one of my favorite chair designer and I´ve wanted the Flag Halyard chair for some time now. I also would love to get one day a new artwork from an icelandic artist. 

…í eldhúsið // …for the kitchen
Eldhúsið í íbúðinni okkar núna er mjög lítið, lokað og með sáralitlu borðplássi. Mig dreymir um að einn daginn munum við búa í íbúð með opnu eldhúsi þar sem væri nóg pláss værir fyrir alla fjölskyldumeðlimi að vera saman.
Kopar potta og pönnur, -pottarnir og pönnurnar okkar hanga uppá vegg þannig væri gaman að þar væru vandaðir og fallegir pottar sem væru allir í stíl á veggnum í staðin fyrir þetta samansafn sem er þar núna. // At the moment we have a really small kitchen. In a dream world I would own a bigger kitchen where there is enough space for everyone. Also I would love to own good copper pots and pans instead of this mix of we have hanging in our kitchen right now.
…í svefnherbergið //…for the bedroom
Stærra rúm. VIð höfum látið það sitja dálítið á hakanum að kaupa nýtt rúm fyrir okkur sjálf og erum búin að sætta okkur við sama litla rúmið alltof lengi. // Bigger bed, we really need a new one.
…á baðherbergið // …for the bathroom
Fallegar sápur og húðvörur frá merkinu AESOP. // Soaps and creams from the beautiful label AESOP
..á vinnustofuna // …the workspace
Drauma vinnustofan væri eiginlega bara bílskúr með allskonar smíða og suðugræjum svo ég gæti framkvæmt sjálf allar litlu hugmyndirnar mínar. Svo mætti vera lítið horn þar fyrir tölvuna og teikniborð. // My dream workspace would be a big garage where I can both work on all my small projects and have a good table in the corner that I can work on the computer or work on my drawings.
…í forstofuna
Mig hefur lengi langað í alveg svartan, með svörtum kúlum, Hang it all snaga eftir Eames. Ég myndi þá setja upp tvo þannig í forstofuna þannig væri örugglega nóg plass fyrir alla jakka, töskur og hatta sem fylgja okkur fjölskyldunni. 

… Í barnaherbergið // …for the kids room

Eldri stelpan mín byrjar í skóla í haust þannig nú fer okkur að vanta gott skrifborð í herbergið hennar. Draumurinn væri að eignast borð með nægu plássi en samt fyrirferðalítið. Brooklyn desk frá Oeuf væri fullkomið í herbergið hennar afþví það er fallegt, nett og stækkar með barninu. // My older one starts in school this fall so we are in need for a good desk in her room. Brooklyn desk from Oeuf would be perfect for her room.

…í útópískri veröld // …in a dream world
Mig langar alls ekki að búa í stóru húsi í framtíðinni. Draumurinn er miklu frekar að eiga litla fallega hæð í hverfinu með bílskúr og garði en geta síðan fjárfest í fallegum sumarbústað við Meðalfellsvatn þar sem við gætum eytt helgunum saman. // I´m not in a need to own a big house. I´ll rather own a beautiful apartment with a good garage and garden, and then own a summer house in the country side.