Það er ekki oft sem ég get sagt að mig langi í ALLT á heimilinu en vá vá vá, mig langar í ALLT þarna. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Þetta heimili er alveg geggjað. Sófinn. stólarnir, borðstofuborðið og já glerveggurinn sem mig dreymir um er meira að segja þarna. Þessi íbúð er ekki nema 49fm en hún ber það sko alls ekki með sér. Þið verðið að afsaka myndaflóðið sem fylgir með færslunni en ég gat alveg ómögulega ákveðið hvaða myndir ég ætti að hafa og mig grunar að þegar þið skoðið myndirnar að þið eigið eftir að vera mér sammála. 

Fyrir þá sem hafa áhuga getið þið fundið meiri upplýsingar um eignina neðst í færlsunni